Jæja! Þá er maður búinn að fara fyrsta túr vetrarins og var hann miklu betri en maður bjóst við í byrjun. Við lögðum af stað snemma í morgun og fórum á Hengilsvæðið .. þar var slappt færi svo við ákváðum að hike-a upp á topp í alltof miklum ís og þegar við vorum nærrum því komnir rann ég, missti brettið og fór í svona 999 byltur er ég rann svona 300 metra niður. Ég hélt að ég myndi deyja, en sem betur fer var einhver þarna uppi að fylgjast með og stýrði mér einhvernveginn á milli steinanna...