Það er náttúrulega ekkert töff við það að vera með kynþáttafordóma. Mín tilfinning fyrir kynþáttafordómum á Íslandi, er að stærstur hluti Íslendinga hafni opnum og ofbeldisfullum rasisma og vilji ekki horfa upp á að félagsskapur, sem byggir á hugmyndafræði rasismans skjóti rótum hér á landi. Hins vegar hefur þessi hópur oft á tíðum ekki velt málefnum innflytjenda mikið fyrir sér, er ekki í beinum tengslum við innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna og álítur þess vegna litla sem enga...