Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pac
Pac Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
410 stig

Aesop Rock (8 álit)

í Hip hop fyrir 19 árum, 1 mánuði
Aesop Rock er gaurinn í dag. Meðlimur af Definitive Jux teyminu, sem eru að margra manna mati bjartvættar hiphops samtíðarinnar og klassík framtíðarinnar. Stíll Aesops er eins frábrugðin öðru og hægt er, skrefi á undan flestum. “Street poet”, no doubt. Áður en Ase gekk til liðs við Definitive Jux, hafði hann fengið nokkuð respect meðal underground hausa. Í lok tíunda áratugsins gaf hann sjálfur úr Appleseed og Music for Earthworm, plötur sem er ekkert auðvelt að nálgast í dag. En með þessum...

Maria Full Of Grace (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
“These pellets contain heroin. Each weighs 10 grams. Each is 4.2 cm long and 1.4 cm wide. And they're on their way to New York in the stomach of a 17-year-old girl.” Maria eru nokkuð venjulega og góð, 17 ára stelpa sem býr í þorpi í Kólumbíu. Aðalvinnustaður þorpsins er rósarækt og þar vinnur hún ásamt flestum íbúum staðarins. Hún býr ekki við góð kjör. Þröngt heimili með stórri fjölskyldu sinni sem allir leggja sitt af mörkum til að halda fjölskyldunni uppi, þar af leiðandi fær hún lítið í...

Mean Creek (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Mean Creek er mynd með boðskap, mynd sem vill koma skilaboðum til skila. Hlutir fara úrskeiðis, líkt og eitt högg í andlit getur leitt til dauða. Þess vegna þarf fólk að hugsa sig um áður en er haldið út í óvissuna. Mean Creek tekur málefni í líkingu við þetta fyrir, prakkarastrik fer úrskeiðis með skelfilegum afleiðingum og eftir það verður enginn heill. Sam(Rory Culkin) er drengur sem hefur þurft að þola barsmíðar frá George(Josh Peck) lengi vel í skólanum. Þegar nóg er komið ákveður eldri...

Crouching Tiger, Hidden Dragon (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það er orðin þónokkur ár síðan leikstjórinn Ang Lee sannaði sig sem einn af þeim bestu í Hollywood. Árið 2000 sendi hann frá þér þessa yndislegu mynd sem hlaut sinn skammt af óskarsverðlaunum og ekki af ástæðulausu. Margir hafa spurt sjáfla sig, út af hverju nafnið Crouching Tiger, Hidden Dragon? Ang Lee kom með útskýringu sem var nú held ég nákvæmlega eins og mín, í aðalatriðum. Crouching Tiger, Hidden Dragon er dregið af dýri í felum. Það hefur hljótt um sig og virðist í rauninni...

Elf (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
Elf Leikstjóri: Jon Favreau Aðalleikarar: Will Ferrel James Caan Zooey Deschanel Bob Newhart Mary Steenburgen Jæja nú þegar farið er að nálgast jólin þá finnst mér að nú megi fara að koma mikið kvikmyndagreinum sem tengjast jólunum á einhvern hátt. Tók mig til og skrifaði grein um Elf sem inniheldur einn fyndnasta mann leikaraheimsins að mínu mati, Will Ferrel. Ég sá Elf fyrst í kringum seinustu jól og fyrir myndina var ég voðalega spenntur. En þegar komið var inn í salinn dó gleði mín alveg...

Hvaða myndir eða leikstjórar eru bestar/bestir kvikmyndagerðarlega séð? (66 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
Ég man að fyrir um það bil tveim árum kom grein sem vakti upp allnokkrar umræður. Þá var verið að tala um hvaða myndir væru bestar kvikmyndalega séð, ekki uppáhaldsmyndir! Mér langar bara að endurvekja umræðurnar. Ef ég á að segja mitt álit þá finnst mér leikstjórarnir Stanley Kubrick og Akira Kurosawa hafa verið langt á undan öðrum kvikmyndagerðarmönnum. Það hvað þeir náðu að gera mörg listaverk á sínum ferli geta ekki margir leikið eftir. Ég hef samt ekki séð allar myndir Kurosawa en ég...

Árið 2004 hingað til. (26 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það eru kannski þónokkrir sammála mér í því að árið hingað til hafi ekkert verið neitt til að hrópa húrra fyrir, þó svo að góðar myndir hafi streymt úr mörgum áttum þá hefur árið ekki verið nógu jafnt. Nokkrar frábærar og svo aðeins of mikið af ansi slökum bíómyndum. Ég ætla hér að gera minn lista yfir þær sem mér finnst hafa staðið upp úr í ár í mismundandi flokkum. *Tek það fram að ég á eftir að sjá ansi margar myndir sem komu út á árinu, sérstaklega sem hafa komið í bíó seinustu mánuði....

Frakkar líklegustu (5 álit)

í Stórmót fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég spái því að Frakkar endurtaki leikinn frá HM 1998. Flestir spá því að Argentínumenn taki þetta en Frakkar eru þeir líklegustu. Einnig held ég að Ítalir eigi góða möguleika og Brassarnir, þrátt fyrir brösulegt gengi í undan keppninni. Ég held að Englendingar eigi sínu bestu möguleika í mörg á og ég spái þeim í 4.sæti. Mín spá lítur svona út: 1.Frakkland 2.Argentina 3.Ítalia 4.England 5.Brasilia 6.Spánn 7.Þýskaland 8.Danmörk

Yorke á leið burt í sumar (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Alex Ferguson hefur sagt Dwight Yorke að nú sé kominn tími til að hann fari frá Old Trafford. Yorke hefur ekki spilað með aðalliðinu í nærri þrjá mánuði og Fergie telur að það hljóti að verða gott fyrir framherjann að komast í burtu. “Dwight verður að fara. Hann verður að fá að spila annars staðar, það er augljóst. Hann hefur gert mjög góða hluti fyrir okkur og mun gera það einhvers staðar annars staðar,” sagði Fergie. Það bendir margt til að Yorke fari til Blackburn en þar myndi hann leika...

Dacourt á förum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Dacourt að nálgast Lazio Nú er talið að Olivier Dacourt sé reiðubúinn að ganga til liðs við Lazio í sumar. Hann hefur hingað til sagst vera á móti því vegna rasisma stuðningsmannanna. Nú er hins vegar sagt að hann kunni að vera á förum til liðsins fyrir 16 milljónir punda. Umbinn Bruno Satin er þegar kominn í viðræður við Lazio og sagt er að leikmaðurinn stefni að því að tvöfalda laun sín en hann hefur fengið 25.000 pund á viku hjá Leeds. Massimo Cragnotti sagði að samkomulag hefði ekki...

Anelka í það franska (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Anelka var valinn aftur í franska landsliðið og Youri Djorkaeff sömuleiðis. Þeir voru valdir fyrir leikinn gegn Rússum, sem fer fram í næstu viku.Þeir komu inn í hópinn fyrir þá Steve Marlet og Christian Karembu Annars er þetta hópurinn: Markverðir: Barthez (Manchester United), Rame (Bordeaux) Varnarmenn: Candela (Roma), Christanval (Barcelona), Desailly (Chelsea), Leboeuf (Marseille), Lizarazu (Bayern), Silvestre (Manchester United), Thuram (Juventus) Miðjumenn: Boghossian (Parma),...

Arsenal vs. Liverpool (48 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Arsenal er nú eiginlega einu og hálfu skrefi nær meistaratitlinum en Liverpool. Sem Liverpool maður vona ég auðvitað að þeir hampi titlinum. Arsenal á eiginlega bara leiki eftir gegn slökum fyrir utan United leikinn. Segjum Arsenal tapi honum og geri jafntefli í einum hinna leikjanna og Liverpool vinni hina leikina, þá er Liverpool búnir að jafna Arsenal að stigum, en Arsenal bara með mikið betra markahlutfall. Þess vegna finnst manni ólíklegt að þeir fari að klúðra þessu alveg með að tapa...

Anelka til Arsenal (22 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ensku sunnudagsblöðin eru sjaldan í vandræðum með að búa til forsíðufréttir sem selja blöðin grimmt og í dag er það Nicolas Anelka sem er í aðalhlutverki. Samkvæmt Sunday Mirror, þá er Anelka á leiðinni til Arsenal í sumar í skiptum fyrir Sylvain Wiltord, sem ku vera efstur á innkaupalista PSG í sumar. Blaðið segir að Houllier sé ekki jafn spenntur fyrir Anelka og hann var í vetur og muni ekki nýta sér forkaupsréttinn á honum, heldur mun hann einbeita sér að því að ná í þá Patrick Kluivert...

Stoke (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Stoke tapaði enn einum leiknum um helgina á móti Reading. Stoke situr núna í fimmta sæti og hafa náð hræðilegum árangri í seinustu leikjum. Arnar Gunnlaugsson var keyptur til Stoke fyrir helgina og var í liði Stoke en náði ekki að setja mark sitt á leikinn frekar en aðrir. Stoke vann leik 5-1 fyrir svona 1 1/2 viku en tapaði síðan næsta leik. Það virðist vera enginn stöðugleiki í þessu liði. Um jólin fannst manni eins og Stoke gæti varla tapað leik en núna geta þeir varla unnið leik. Þrátt...

Hjátrúarfullir leikmenn (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég var að lesa í gömlu EM 2000 blaði um hjátrúafulla leikmenn og ég ætla að segja frá nokktum þeirra. Robert Pires: Er hjátrúarfullur og árátta hans nokkuð frumleg. Eftirfyrsta sigurleikinn sem atvinnumaður árið 1993 ákvað Pires að skipta ekki um nærbuxur á meðan liðið sigraði. Eftirtapleikiskipti hann loks um brók. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt að mamma hans hefur tekið ,,Lukkubrókina” með í kirkju og látið blessahana. Félagi hans í Franska landsliðinu Lilian Thuram er ekki...

Breytt taktík (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Áttu Liverpool að selja Fowler. Eftir að hann fór þá byrjaði hann að skora. Manni finnst kaupin á Anelka ekki hafa verið, allavega hingað til. Svo hefur maður aldrei séð Milan Baros spila, hvað eru Liverpool menn eiginlega að meina. Áður en hann kom var hann sagður einn efnilegasti sóknarmaður í Evrópu. Þó að Owen og Heskey séu hrökknir í gang þarf liðið að eiga framherja á bekknum sem getur komið inn á og skorað. Svo er það Jari Litmanen, hann hefur ekki fengið mörg tækifæri, en mér finnst...

Sam Allardyce vill einn í viðbót (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Eins og flestir vita hefur Youri Djorkaeff gengið til liðs við Bolton ásamt þrem öðrum leikmönnum, þeim Stig Tofting, Gerald Forschelet og Mario Espartero. En hann vill vill bæta einum við. Það er hinn krullhærði Ivan Campo. Allardyce segist þurfa að bæta einum varnarmanni við og þá sé þetta komið. Með þessum leikmönnum innanborðs ætti Bolton að geta orðið prýðisgott lið. Campo hefur gengið illa að vinna sér sæti í liði Real Madrid og Allardyce segist vissum að hann landi honum. En...

Erfitt hjá Leeds (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Leeds liðið hefur gefið rosalega eftir í toppbaráttunni undanfarið. Þeir eru nú í sjötta sæti, ellefu stigum á eftir efsta liðinu Manchester United. Nú þegar það er búið að bæta fjórða sætinu inní Meistaradeildina, þá á Leeds meiri möguleika á því að komast inní hana, þeir þyrftu samt að fara umspil. Maður hélt að Newcastle færi að gefa eftir þegar líða færi á veturinn, en svo virðist ekki. Deildin er líka rosalega jöfn að manni finnst Man Utd, Liverpool, Arsenal, Newcastle,Chelsea og Leeds...

Gerrard frá í þrjár Vikur (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Búast má við því að Steven Gerrard verði frá keppni næstu þrjár vikurnar, eftir að hafa tognað í nára í leiknum gegn Galatasaray. Það þýðir það að hann mun missa af leiknum gegn Everton á morgun ásamt útileiknum gegn Galatasaray og Fulham. Phil Thompson skýrði frá þessu í dag: “Steven verður ekki með okkur næstu tvær til þrjár vikurnar. Við ætlum okkur að passa vel uppá hann og við tökum enga áhættu. Við erum búnir að skoða þetta vel núna og þrátt fyrir það að hann jafni sig yfirleitt fljótt...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok