Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Metallica - Load (55 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þá var komið að því eftir 5 ára hvíld var farið aftur í stúdíó og ári eftir það kom næsta plata LOAD. Plata sem var gjörólík því Metallica höfðu verið að gera fram að því. Thras Metallinn var farinn og nýir hlutir að gerast. Platan fékk mjög misjafna dóma. Annað hvort hökkuðu menn hana í sig eða hömpuðu henni. Mér persónulega fannst þetta slöpp plata. Þar sem að það voru raunar aðeins 4 lög sem mér fannst eitthvað varið í og voru það lögin: Until it sleeps, Bleeding me, Mama said og Outlaw...

Bayern Munchen 2004-2005 (7 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þá kom ég heim úr fríinu á Kúbu sólbrúnn og fínn. Skoðaði póstinn og sá bréf frá stjórninni, hmm ok þeir vilja titillinn og með 30 m!!!! ekki málið. Eftir það fór ég á pósthúsið og sendi leikmönnum mínum bréf til að láta þá vita hven´ær þeir ættu að mæta á æfingar. En fjörið var rétt að byrja núna fór ég og verslaði góð kaup. Þeim hlotnaðist sá heiður að spila undir minni stjórn: Diego : Frítt (hann er með töfra í skónum) Robinho : Frítt (algjör gullmoli) Christos Patsatzoglou : 10 m...

Bayern Munchen 2002-2004 (16 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eftirfarandi er mitt framlag í sögukeppnina í nóvember og jafnframt mín fyrsta saga/grein af afrekum mínum í CM. Ég var heima einn daginn og hafði voða lítið að gera. Ég sá að Ottmar Hitzfeld hafði verið rekinn eftir að Dortmund unnu titilinn á síðustu metrunum. Ég tók símann og hringdi í Franz Beckenbauer og spurðist fyrir um starfið. Ekki kannaðist hann nægilega vel við nafn mitt til að ég fengi starfið. Þá spurði ég hvort það væri möguleiki ef að ég kæmi með 10 milljónir punda inn í...

Stjórninn fallinn!!!! (9 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun DV þá er ríkisstjórn Íslands fallin í skoðanakönnunum og Samfylkinginn og vinstri grænir komnir með meirihluta. Er það talið að þetta sé út af öryrkjamálinu sem Davíð hefur ekkert verið með á buxunum að gefa upp á bátinn og hefur fólki fundist hann hrokafullur sem ég hef reyndar séð mjög lengi í fari hans. Þar sem að ég er fylgjandi Samfylkingunni finnst mér þetta ekkert nema goot mál að þeir séu orðnir samkvæmt skoðanakönnunum öflugri en nokkru sinni fyrr....

Er Pokemon sniðugt fyrir börnin? (14 álit)

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Fjögura ára tyrkneskur drengur stökk fram af svölum á sjöundu hæð á mánudag. Hann hélt hann væri Pokemon. Móðir hans skildi hann eftir einan á meðan hún skrapp út í búð. Stráksi greip tækifærið og notaði frelsið til að fleyga sér fram af svölunum. Til allrar lukku lenti hann á sólhlíf á fyrstu hæð sem dróg úr fallinu en uppskar samt fótbrot. Þegar læknarnir spurðu Ferhat litla afhverju hann hafði stokkið svaraði hann, “ég er Pokemon og ég get flogið”. Mamma hans hefur miklar áhygjur af...

Breaks (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
OK ég var staddur út á videoleigu í gærkvöldi. Af myndunum sem voru inni var þarna ein sem maður hafði ekkert heyrt um það er myndin Breaks. Þessi mynd er svo mikil snilld að það langt síðan maður hefur hlegið svona mikið af einni mynd. Myndin segir frá Íra sem er á leið frá Írlandi til USA. En á leiðinni deyr pabbi hans og hann rekur upp á strandir í LA. Þar er hann fundinn af svertingja gaur úr ghettóinu. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Hún er uppfull af aula húmor sem kemur manni í...

Boiler Room (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég var að horfa í gærkvöldi á mynd sem heitir Boiler Room og er með Giovani Ribisi og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Þetta er mjög vel gerð mynd sem segir frá lífi 19 ára manns sem heitir Seth Davis (Ribisi). Seth sem er nýhættur í skóla því hann fann sig ekki ákveður að reyna að reka spilavíti inn á heimilinu sínu sem gengur ekki nógu vel. Kvöld eitt koma ríkir verðbréfasalar sem bjóða honum vinnu hjá J.T. Marlin. Út frá spinnist svo hin ágætasta afþreying. Eini gallinn eiginlega við þessa...

Arnór semur við stjörnuna (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Arnór Guðjohnsen einn af okkar bestu og reyndustu leikmönnum fyrr og síðar hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ um að hann verði þjálfari næstu tvö árin. En eins og menn muna þá rétt féll Stjarnan úr Landssímadeildinni í sumar. Það verður því spennandi að sjá hvernig Arnór mun leysa þetta verkefni. heimild visir.is

Mótlæti (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég var í gærkvöldi að horfa á mynd er ber nafnið the Hurricane. En hún er með Denzel Washington í aðalhlutverki. Í þessari mynd segir frá boxaranum Rubin “Hurricane” Carter og hans lífi en þurfti hann á fyrri árum að þola mikið mótlæti aðalega út af einum manni Dela Pesca. En þó þessi mynd sé yfir tveir og hálfur tími að lengd finnur maður aldrei dauðan punkt en er það að mestu snilldarleik Denzels að þakka sem að mínu mati hefði átt að hreppa Oscar-inn fyrir hlutverkið slík var snilldin á...

Suzuka:æfingar (13 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Í nótt þá munu hefjast æfingar á Suzuka brautini. Talið er líklegt að McLaren menn nái bestu tímunum en að Ferrari fylgi fast á hælum þeim. Ferrari menn hafa ekki riðið feitum hesti undanfarin ár en þá hafa bílar hætt vegna bilunnar eða þeir hafa fallið á eigin bragði. Því mun vera spennandi að sjá hvort Ferrari verða ekki meistarar því nú er Suzuka ekki síðasta brautin. En eins og undanfarin ár verður þetta mjög skemmtilegur kappakstur. kveðja Ozi

Ég var að spá... (5 álit)

í Unreal fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ég var að velta því fyrir mér hvort að það væru einhverjir Tactical OPS server-ar í gangi hérna á Íslandi því að mér finnst mjög gaman að spila Tactical OPS og er þess vegna bara forvitinn. Getur einhver miðlað upplýsingum sínum hingað á hugi.is?.)

Glæsilegt hjá Völu!!!! (3 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Vala Flosadóttir varð í þriðja sæti á ólympíuleikunum í Sydney í morgun hún fór yfir 4.50 og endaði eins og áður segir í þriðja sæti. Þykir þetta glæsilegur árangur í ljósi þess að hún er þriðji íslenski íþróttarmaðurinn sem hlýtur verðlaun og jafnframt fyrsta konan.)

Heimasíður F1 ökuþóranna.) (3 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hérna eru heimasíður hjá flestum ökumönnum F1: R Barrichello:http://www.uol.com.br/rubensbarrichello/default.htm E Irvine:http://www.exclusively-irvine.com/ HH Frentzen:http://www.frentzen.de/2000/e/index.html G Fisichella:http://www.giancarlofisichella.com/ M Hakkinen:http://www.hakkinen.com/ J Villeneuve:http://www.jacques.villeneuve.com/ J Trulli:http://www.jarnotrulli.com/ J Alesi:http://www.jean-alesi.org/ J Button:http://www.racecar.co.uk/jensonbutton/ J...

Æfingar að hefjast!!.) (2 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í dag verða byrja æfingar á hinni stórskemmtilegu Indianapolis braut. Fjölmiðlar telja líklegast að McLaren bílar verði fyrstir´á æfingum og tímatökum en búast jafnvel við að Villeneuve verði í þriðja.)

Framtíð UnT (16 álit)

í Unreal fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hver er framtíð Unreal Tournament? Munduð þið halda að það yrði áhugi fyrir að spila Unreal hérna á frónni? Sjálfum finnst mér þetta frábær leikur til þess að spila mod í CTF. Grafíkin í þessu er alveg þvílíkt góð og eru margir möguleikar eins og í Tactical ops og Strike Force.)

Ljóska að kaupa sjónvarp (4 álit)

í Húmor fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Það var einu sinni ljóska sem ákvað einn dag að fara og kaupa sér sjónvarp. Hún gekk inn í raftækjaverslunina og benti á sjónvarp og sagði ég ætla að fá þetta sjónvarp um leið og hún benti á eitt sjónvarpið. En afgreiðslumaðurinn sagði því miður við afgreiðum ekki ljóskur. Þá fór ljóskan heim voða fúl. Þegar hún kom heim um kvöldið ákvað hún að lita hárið á sér rautt. Svo fór hún aftur næsta dag og fékk sama svarið. Þá fór hún heim til sín og í þetta skipti ákvað hún að snoða sig. Svo kom...

KR meistari? (16 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í gær komust KR-ingar á toppinn. Því má segja að KR-ingar svo gott sem orðnir meistarar nema þeir geri jafntefli eða tapi fyrir Stjörnunni sem gerist örugglega ekki. Fylkir klúðraði gullnu tækifæri en fundu sig aldrei í Grindavíkur leiknum. Kemur betur næst Fylkir.)

Landsleikurinn (2 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í kvöld ákvað ég að skella mér á Ísland-Danmörk í undankeppni HM. Það er bara til eitt orð um íslensku leikmennina VONBRIGÐI!! Danirnir áttu leikinn gjörsmalega leikinn en þeir voru reyndar 12 því dómarinn var með þeim í liði. En það þýðir ekkert að vola bara að vona og sjá hvort þeir vinni ekki N-Írana.)

Góð F1 síða (4 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 3 mánuðum
þetta er frábær síða fyrir F1 aðdáendur :) www.f1cartoons.com

Nýtt mod (2 álit)

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Það er komið nýtt mod fyrir Quake 3 en það heitir Freak ball. Þetta er ágætis afþreying á lönum :) Hægt er að nálgast modið á www.planetquake.com eða www.quake3world.com
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok