Ég er búinn að vera töluvert í umbroti á alls kyns blöðum og notaði lengi vel Quarkinn. Fyrir svona ári síðan fékk ég aðeins að prufa InDesign (1.0 á sínum tíma og seinna meir 1.5) og hef síðan verið með þá báða til taks, svona eftir því hvernig skapi ég hef verið í. Hins vegar hef ég undanfarið verið að hallast meira og meira að InDesign, einfaldlega af því að mér finnst það þægilegra í notkun. Síðan var ég að lesa ComputerArts um daginn (print design, special edition) þar sem birt var...