Fyrir nokkru síðan áskotnaðist mér bók nokkur eftir David Day, Tolkien's Ring. Bók þessi er ákaflega fróðleg fyrir þá sem hafa það sem mætti kalla “djúpstæðan áhuga” á Tolkien og hans fræðum, enda fjallar hún um mýtólógíuna í hugarlendum hans útfrá hliðstæðum í mismunandi menngingarheimum okkar Jarðar. Hún greinir m.a. frá skírskotunum í bókmenntir og frásagnir fyrri alda, vísunum í Artúrsku goðsagnirnar, sögurnar af Karlamagnúsi og riddurum hans, ævintýri Austurlanda fjær, germanskar,...