Þögn… Þögn hafði verið ríkjandi undanfarna mánuði. Fáir komu, fáir fóru, allt hélst rólegt. Fólk hélt áfram sínu daglega lífi eins og það hafði alltaf gert, nema nú var hjarta þess þungt. Söknuður hin ríkjandi tilfinning, sorg þar á eftir. “Hvert fóru þeir?” velti fólkið fyrir sér. “Hvað kom fyrir?” Enginn vissi hvað hafði gerst, og enginn þorði að spyrja. Sorgin var einfaldlega of mikil. Á nóttunni, þegar svefn náðist ekki, syrgði fólk og rifjaði upp gömlu daganna. “Gullna Tímabilið” var...