Skórnir mínir! Þeir eru komnir aftur! Jæja jæja, ég rakst á grein mína sem ég gerði fyrir rúmu ári um skóna mína, og mér datt í hug að gera nýja grein. Þar sem nokkur pör hafa bæst í safnið:) Ég er enn sem fyrr forfallinn skófíkill og elska alla skó. Ég er mjög mikið fyrir svona óvenjulega skó, ég á gott sem enga venjulega strigaskó, allt einhverjir pæjuskór og háhælaðir:) Og þó svo að ég kaupi frekar mikið af skóm, þá eyði ég ekki tiltölulega miklum pening í þá, ég kaupi mikið á útsölum og...