Mig dreymdi ég væri að horfa út um gluggann á hárri blokk. Byggð, háhýsi, verksmiðjur og götur, teygðu sig hvert sem augað eygði. Ég stóð við gluggann og starði á þessa sýn. Allt var uppljómað og þetta virtist vera stórborg, hálfgerfð himnaborg. Þögn ríkti og enginn, þá meina ég enginn var á ferð. Ég stóð við gluggann, starði og naut útsýnissins sem var svo mikilfenglegt að orð fá því ekki lýst. Skyndilega skall á óhljóð, eins og skært ómannlegt væl. Það virtist koma úr fjaska en var samt...