Gæti verið annaðhvort skjákortið eða harði diskurinn. Ég er að spila á samskonar tölvu, nema með 32 mb skjákorti og er ekki að lagga neitt mikið, bara nettengingin sem er valdur að því litla laggi sem ég fæ. En minn harði diskur er stærri og ég er með leikinn installeraðan á iPodinn minn, til þess að spara pláss á tölvunni. Það skiptir sko miklu máli hversu mikið er eftir á harða disknum. T.d. Náði ég einhver tímann að spila tvo glugga af WoW í einu, lagglaust, á tölvu með 256 í RAM.