Svolítið undarlegt, þú notaðir upphrópunarmerkið óþarflega oft, ég styðst allavegana sjálfur við þá reglu að nota aldrei upphrópunarmerki nema einhver sé að tala. Til dæmis: Þegar hann kom heim til hans stóð Guðrún við dyrnar! Það er svolítið skrítið að hafa upphrópunarmerki þarna þar sem að það er ekkert spennandi að gerast, þú ert einfaldlega að segja að Guðrún hafi staðið fyrir utan dyrnar. Svo fannst mér líka dálítið skrítið að þú sagðir frá þessari svaðalegu skógarferð, en svo er eins...