Þessa grein skrifa ég fyrir það fólk sem vill vita meira um þessa tegund. Cavalier er vinalegur, kátur og blíður hundur, sem hefur orðið gífurlega vinsæll um allan heim. Á marga vegu er þetta fyrirtaks fjölskylduhundur og félagi. Cavalier er harðger, mjög félagslyndur og barnelskur. Hann er stærstur smáhundanna. Cavalier þolir vel kalda veðráttu og er tiltölulega auðveldur í þjálfun. Virkur, þokkafullur, ástúðlegur og óttalaus. Þessi litli spaniel var veiðihundur sem rak upp bráð, þefaði...