Grieg var kostulegur náungi. Einu sinni var hann við hátíðlega athöfn að taka við verðlaunum og var beðinn um að lýsa tónlist sinni með skorinorðum hætti. “Það er mikill kúaskítur í henni,” sagði Grieg. Tilfellið er að hann brúkaði dálítið prímítívar aðferðir, t.d. brá hann fyrir sig þjóðlagatónlist eins og berlega má heyra í Pétri Gaut. Ennfremur beitti hann stundum ódýrum og margnotuðum aðferðum til að grípa áheyrendur. Það gramdist honum að fólk skyldi hefja hann á stall þegar hann beitti...