Linda og Ragnar voru gift, en hann var mikil karlremba. Þó þau ynnu bæði fullan vinnudag leit hann aldrei við hússtörfum og hélt því fram að það væri hlutverk konunnar að sjá um þau. En eitt kvöldið þegar Linda kom heim úr vinnunni sá hún sér til mikillar ánægju að búið var að baða börnin, vaska upp, þvo þvott og hengja út, dýrindissteik var í ofninum og búið var að leggja fallega á borð og setja stóran og fallegan blómvönd á mitt borðið. Linda varð auðvitað forviða og heimtaði að fá að vita...