Fyrir ári var hún mamma mín að kenna útlendingum íslensku og það voru nokkrir sem voru virkilega að reyna, því að til þess að fá íslenskan ríkisborgara rétt þarf að mæta í ákveðið marga íslenskutíma, en svo eru þeir sem sitja bara í tímum og fá svo eftir nokkrar vikur íslenskan ríkisborgararétt á silfurfati. Persónulega finnst mér það ekki rétt. Hvernig væri próf í endann á námskeiðinu? Þeir sem ná því ekki, neyðast til að fara aftur til þeirra eigin landa.