Seamus Blackley, einn af hönnuðum X-box tölvunnar frá Microsoft hefur yfirgefið fyrirtækið. Samkvæmt talsmanni Microsoft hefur Blackley ákveðið að breyta um starfsvettvang. Hann hafði titilinn X-box technical officer, en var ekki í yfirmannsstöðu, en var talinn engu að síður gegna lykilhlutverki í því að ná til aðdáenda tölvuleikja og gera Microsoft trúverðugt meðal þeirra. Hann kom fram á flestum X-box ráðstefnum til að kynna vélina. Áður vann Blackley hjá leikjadeild SKG DreamWorks, áður...