Verðlækkun Microsoft er ekkert nema sorglegt örþrifaráð og ætti að sýna viðskiptavinum að það er í raun ekki eftir neinu að slægjast, því ef það væri, gæti Microsoft selt vélina á upprunalegu verði. PlayStation 2 var á 44.900 þegar hún kom fyrst út og seldist upp á nokkrum klukkutímum. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef við tökum Halo í burtu, þá stendur ekkert eftir sem þú getur ekki fengið annarsstaðar. T.d. Project Gotham vs. Gran Turismo 3, Dead or Alive 3 vs. Virtua Fighter 4 (kemur út...