Maurice Gibb, einn af Gibb-bræðrunum í Bee Gees, lést í morgun á sjúkrahúsi á Miami Beach, 53 ára að aldri. Gibb fékk hjartaáfall á föstuda þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stíflu í meltingarvegi. Maurice lék á bassa og söng í hljómsveitinni ásamt Robin tvíburabróður sínum og Barry, eldri bróðir þeirra. Gibb-bræðurnir eru fæddir í Ástralíu en bjuggu um tíma í Bretlandi. Þeir fluttu til Flórída á áttunda áratugnum og hafa búið þar síðan. Yngsti bróðir þeirra, Andy Gibb, sem einnig...