Ég sef alveg fáránlega fast, og get sofnað við allt. Get sofnað í tímum, þó mér sé illa við það. Eitt dæmi. Fyrir nokkrum árum, var ég í herbergi með bróður mínum, og hann orsakaði einhver hljóð svo að allir í helvítis húsinu vöknuðu! Systir mín hljóp fram og öskraði “Er ekki allt í lagi?!”, Bróðir minn grét úr hlátri hinum megin úr herberginu. Mamma öskraði “hvað var þetta!?” En ég, ég svaf við hliðina á honum steinsofandi.