Ég er aðeins að svara undirskrift þinni! Orðið nörd er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð. Orðið er aðallega notað meðal yngra fólks, einkum unglinga, og hefur í hugtakinu nokkurn veginn slegið saman því sem meint er með orðunum ‘auli’ og ‘kúristi’. www.visindavefur.hi.is er góð síða.