Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

OfurTuri
OfurTuri Notandi frá fornöld 90 stig

Svör við myndagátunni (3 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hingað vil ég fá svör við myndagátunni minni, ,,Hver er maðurinn?" Sem ég segi, hann er þekktur fyrir allt annað en gáfulegar ákvarðanir, leikur sér í löggur&bófar öll sumur. Ein smá aukavísbending, hann minnir mig allavega alltaf á labradorhund þegar hann setur upp forkunnarfagra loðhúfu á veturna. Jæja hver er kapppinn.

Búff púff Greinilega mikið að gera hjá öllum (6 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er nú ekki mikið líf hérna hjá okkur skátum núna yfir sumarið. Eru kannski allir svona uppteknir af því að gera eitthvað skemmtilegt að þeir hafa ekki tíma til að segja frá því? En sjálfur hef ég ekki sett mikið hingað inn en er að bæta úr því núna. Tilgangur þessarar greinar er þó ekki að væla og skæla yfir áhugaleysi hugverja, heldur að segja frá þeirri snilldar staðreynd að ég ásamt 10 öðrum Fenrissnillingum erum að fara til Kandersteg í Sviss eftir viku. Verðum í Kandersteg í 7 daga...

Krossfesting á Skeesuhorni, föstudaginn langa (7 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Súff fúss grúss….Finnbogi með áskorun og ég verð að taka henni Hann spurði hvað ég hefði gert um páskana? SVAR: við spurningunni, Ég hræddi sjálfan mig nánast til dauða á föstudaginn langa. Ekki það að ég hafi verið að minnast kossfestingar og pínu Jesús heldur var ég og Gunni Trópíklúbbsmeðlimur (oftar nefndur Gunni Skjöldungur) í smá brölti í Skessuhorninu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Skessuhornið ansi hátt fjall í NA - verðri Skarðsheiðinni og sést vel þegar maður kemur suður...

Ds. Chill 2004 (26 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Dagana 28. - 31. maí nk. mun Trópíklúbburinn í samstarfi við Ds. Fenris standa fyrir smá gjörningi í undralandi dróttskátans. Farin verður ferðog ber hún nafnið DS. SmjÖrævi… Hittingurinn verður eins og einhvern gæti grunað Skaftafelli sem er paradís á jörðu, þar er allt mögulegt í boði. Bað í Lambhagatjörninni (eða í sundlauginni við Svínafell), ísklifur í einhverjum af skriðjöklunum þarna í kring, klettaklifur á Hnappavöllum, gönguferðir upp á Kristínartinda eða inn í Kjós og upp að...

Eru allir innipúkar sem vilja ekki segja neitt? (7 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hei öll sömul, Nú eru rétt liðnir páskar og ég vil ekki trúa því að skátar landsins hafi einungis legið í leti og maulað páskaegg í gríð og erg. Ég vil fá að heyra einhverjar ferðasögur að norðan, Íshæk, Teddi og Finnbogi sunnlendingur ættu að geta tjáð sig um það. Gaman væri að segja frá hvernig Hamrar hefðu lukkast. (Ég vil meir en 8 línur) Einnig vil ég heyra frá ykkur hinum sem gerðuð eitthvað sniðugt. Skjöldungar, sögu úr páskaútilegunni Ágúst, Siggi T. eða Robbi. komið með sögu úr...

Þriðja valkostinn sem skátahöfðingja! (26 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það ætti að vera öllum ljóst að skátastarfi á Íslandi hefur hnignað síðastliðin ár. Mörg gamalgróin félög eru hvorki fugl né fiskur lengur og varla meir en nöfn á blaði ofan í skúffu uppi á BÍS. Fúnir stofnar gamalla félaga virðast standa í vegi fyrir því að sólargeislar nái til nýrra sprota sem vilja brjótast fram og dafna. Þessum vaxtarsprotum verður að hlúa að á komandi árum svo úr þeim vaxi sterkur stofn nýrra skáta sem munu bera hróður Íslands um víðan völl. Ég vil leggja mitt á...

Landmannalaugar - Hrafntinnusker - Landmannalaugar (6 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jamm það voru þrír dróttskátar sem stóðu á bílaplaninu við Kringluna á laugardagskvöld og voru að sortera allan þann útbúnað sem þeir höfðu dregið með sér í eina gönguferð. Einn hálfnakinn á tánnum, annar á föðurlandinu einu til fara og sá þriðji, tja hann var allavega þarna. Illa lyktandi og skítugir vorum við, ásamt því að vera einstaklega þreyttir en samt himinlifandi og sælir með að hafa klárað það verkefni sem við höfðum sett okkur. Við vorum að koma úr Landmannalaugum, þaðan höfðum við...

Ungur nemur, gamall temur (9 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Leiðindagrein en samt skal hún koma. Mál er þannig með vexti að ég skrifa þessa grein til að koma vonandi smá vitundarvakningu af stað hjá þeim fáum en stórhættulegu mönnum sem hafa aðgang að jeppum. Nú vil ég ekki að þið misskiljið mig og haldið að ég sé að tala um alla jeppamenn landsins, því fer fjarri. Ég er að tala um nokkra einstaklinga sem setja svartan blett á alla jeppamenn. Oftar en ekki eru þetta ökumenn í yngri kantinum og helst til ákafir í að sýna og sanna getu sína og stóra og...

Aetlar thu a Jamboree? (0 álit)

í Skátar fyrir 22 árum, 1 mánuði
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok