Sko, ég er núna að fara að byrja á fullu í 10bekk á morgun, og mun þá örugglega þurfa að slökkva á bilinu 22-23, sem er ókei, ég skil foreldra mína alveg. Og það er líka að koma ný regla með tölvuna mína; Ekki fara í hana fyrren 16 á daginn. S.s eftir að ég er búinn að gera heimalærdóminn og taka úr uppþvottavélinni, og ef það er einhver aukatími, fara bara út, eða eitthvað þannig. Líst ekkert endilega vel á þessa reglu, en ætli maður hafi ekki bara gott af þessu.