Árið 1997 var norska black metal bandið 1349 stofnað af þeim Ravn, Tjalve, Seidemann og Balfori. 1349 er það ár sem svartidauði barst til Noregs og varð valdur af dauða 2/3 þjóðarinnar og er bandið nefnt eftir því ártali. Bandið gaf út tvö demo og eitt EP áður en að fyrsta breiðskífa þeirra, Liberation, leit dagsins ljós. Liberation var fyrst gefin út árið 2003 af Candlelight Records og síðan endurútgefin árið 2005 af Apocalyptic Empire Records. Platan inniheldur 10 lög og eru flest í...