Ég fór í sund um daginn, og sá þar eitt það einkennilegasta sem ég séð lengi, það var bandspott strengdur á milli tveggja staura sem titraði og hristist eins og enginn væri morgun dagurinn, já, ég lýg ekki þegar ég segi að þetta kom mér hressilega á óvart, því ég stóð þarna í hátt hálftíma að fylgjast með spottanum, og enginn snerti hann á þessum tíma, og það var alveg dúnalogn. Sumir meina að þetta hafi verið geimverur, en ég segi að þetta hafi verið hendi guðs.