Ég skil alveg fólk sem fer þarna um nótt og er gratt í snakk eða nammi(reyndar ekki lengur því Nóatún og Hagkaup eru líka opin 24/7 og þar er mun lægra verð). Svo er reyndar örugglega ágætur bissness á Austurstræti þar sem fullir einstaklingar labba um. Tala nú ekki um menningarnótt. En það sem ég skil alls ekki er að þessi búð selur allan andskotann líka, hver í fjandanum fer í 10/11 til þess að kaupa sér sultu, líter af ís, kjöt, álegg, hreinsiefni eða bara hreinlega drasl sem maður kaupir...