Það má búast við því að Intel auki hraðann verulega þegar nýi Pentium 4 örgjörvinn kemur. Stefnan er sett á 2GHz innan árs. Hjá Intel er stefnt að því að Pentum 4 verði tilbúinn fyrir lok næsta mánaðar og fyrir mitt ár 2001 verði hraðinn kominn yfir 2GHz. Þetta eru stór áform, sérstaklega þegar litið er til vandræða sem Intel hefur glímt við uppá síðkastið, þar má nefna vandamál með 820 kubbasettið og innköllun á Pentium III með 1.13GHz tiftíðni. Á meðan hefur AMD nýtt tækifærið og náð...