Þetta byrjaði sem svar við greininni hérna fyrir neðan en, meðan ég skrifaði, þróaðist út í heila grein. Myndin er af “The Milky Way” svokallaðri, en það nafn er bæði notað yfir vetrarbrautina okkar, og líka yfir það sem við sjáum með berum augum, eins konar slikju af ljósi þar sem stjörnurnar eru þéttari. Þetta er hinn tiltölulega flati diskur vetrarbrautar okkar séð frá okkar sjónarhorni INNI í disknum. Heitið Milky Way dregur nafn sitt af því að forn-grikkir töldu þetta vera brjóstamjólk...