Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nuwanda
Nuwanda Notandi frá fornöld 126 stig

Ákvörðun Davíðs - Listi hinna viljugu þjóða. (11 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mig langar að velta upp nokkrum hlutum í sambandi við þá ákvörðun Davíðs að leyfa bandaríkjamönnum að setja Ísland á lista yfir þær þjóðir sem studdu árásarstríð þeirra gegn Írak, og kannski tengja það efni við almennar vangaveltur sem snerta samtímann. Endilega komið með þá fleti og sjónarhorn sem ykkur finnst vanta hjá mér. Ég segi “ákvörðun Davíðs”, því ég tel það líklegast að ákvörðunin hafi verið hans og þeirra ráðgjafa sem hann hefur í kringum sig. Þessum lista þeirra bandaríkjamanna...

CNN að gera góða hluti! (33 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég má til með að tjá mig aðeins um meðferð fjölmiðla á málefnum líðandi stundar. Í bandaríkjunum eru stærstu fjölmiðlarnir, þessar týpisku “mass media” stofnanir óspart notaðar sem skoðanamótandi tæki á sauðsvartan almúgann, fyrir langt um löngu virðist sannleikurinn hafa hætt að skipta nokkru máli hjá þessum fyrirtækjum, sér í lagi þegar um heimspólitísk málefni er að ræða. Þau eru mýmörg málin sem hafa komið upp, þar sem fréttamenn greina frá því að þeim hafi eða sé meinað að fjalla á...

Heimur versnandi fer (9 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Friðelskandi fólk hvarvetna í heiminum hlýtur að vera í öngum sínum þessa daganna. Fylgjendur einstaklingsfrelsis eru sennilega ekki mikið hressari. Mannréttindasinnar örugglega síst kátari en þeir tveir fyrrnefndu. Þeir sem skipulögðu árásina á Tvíburaturnana fyrir rúmu ári síðan misreiknuðu sig íllilega, ef tilgangur þeirra var að veikja vestrænt samfélag. Ef tilgangurinn var hinsvegar að koma olíulindum og olíuleiðslum í hendur bandarískra auðhringja, réttlæta billjarða fjáraukningu í...

Link VS Link, hvað er trikkið? (3 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sælir Ég er að velta fyrir mér hvort einhver hérna muni eftir því hvernig klára á einn af zelda leikjunum. Ég er ekki alveg viss hvað hann heitir, sennilega Oscarina of time eða eithvað þannig, ætli hann sé ekki frá 1988 eða þarumbil, er með gull-lituðu hulstri. Allaveganna þá er lokakallinn í lokakastalanum ;) alveg eins og Link sjálfur. Veit einhver hvernig á að klára hann?

Guð er ekki á himnunum, hann er í rafboðum heilans (16 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mig langar aðeins að velta upp nokkrum spurningum(og órökréttum staðhæfingum ;) um trú og trúleysi. Ég tel það nefnilega hér um bil ómögulegt að hægt sé að vera trúleysingi(útfrá þeirri merkingu sem ég dreg af orðinu). Tilfinningin um trú, sé einfaldlega líffræðilega til staðar í taugakerfi okkar. Þó vissulega sé hægt að streitast á móti og telja sjálfumsér “trú!” um að maður sé trúlaus. Ég mundi altént kalla það “sjúkdóm” eða á góðum degi “þróun” að vera raunverulega trúlaus. Rétt eins og...

Krakkarnir undir smásjána....... (19 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég hef fylgst töluvert með heftingu og árásum á frelsi einstaklingsins undanfarið, og á stundum átt nóg með að setja mig inn í nýjar og nýjar hugmyndir, reglugerðir og lög sem forræðishyggjubrjálæðingar hérna á fróni setja. Aðalega hefur þó farið fyrir brjóstið á mér þróun og komandi þróun á hlutunum í bandaríkjunum. Nýjasta fréttin sem ég las var þó frá UK, þar ætla þeir sko aldeilis að koma hlutunum í lag hjá sér með því að skrásetja prakkarastrik og geta þannig spottað stórglæpamenn framm...

Heiðagæsin (0 álit)

í Veiði fyrir 23 árum, 3 mánuðum
ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hefði séð til heiðagæsa utan hálendisins …eða bara almennt í einhverju magni? væri gaman að heyra sögur af því…stærð á ungum…hátterni og þessháttar.

Í dag..... (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
í dag rignir sorgin hlaut að sjást sál mín varð að þjást -ég signi mig í tárum barnsleg von sem brást -heimur í blæðandi sárum I dag skín sól risin er veröld á ný horfin hin dimmu ský -bölsýni heimsins hafna sálar háski fyrir bý -ég finn von mína dafna(á ný) I dag ég skil finn skaparans mikla mátt höfuð mitt ber ég hátt -sé sannleikans leyndarmál tek guð og menn í sátt -veit að lífið hefur sál

Hróaskelda 2000 (7 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Manstu er við festar leystum hlógum og sungum lífinu þakkargjörð manstu þegar þeir spiluðu áfram fyrir alla - á himni og á jörð Við stigum ung í dansins tryllta æði dansinn við kunnum, og dönsuðum því bæði hugrökk við gengum til móts við framtíð bjarta þá eldur brann í hverju hjarta - svo drukkum við djúpar skálar og fetuðum brautir hálar Við sem höfðum töfratjöldin gist og vaknað frjáls við minninganna morgunljóma vissum ekki hvað við höfðum mist en heyrðum fjöldans sorgir óma Dansinn hafði...

Eldskírn Næturfarans..... (10 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Staldraðu við með mér og fylgstu með eigin hugsunum, þegar þú lest þessa stuttu sögu sem ég ætla að segja þér um Næturfarann. Næturfarinn fæddist eitt kvöld í lok febrúar. Hann var afkvæmi sjúklegs óöryggis og hræðslu við fordæmingu samfélagsins. Meðgangan var tuttugu blind ár í dagsbirtunni. Loksins höfðu þessar tvær hvatir orðið nógu sterkar til að geta hann af sér. Dagar undirgefni og einfaldleika voru liðnir í lífi Lemac, nú var hann bróðir næturinnar og saman skyldu þau berjast og...

Óskírt (6 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
eitt af þessum ljóðum sem eru í minnisbókinni eftir 3 daga helgi ;) á augun stari, leiftrandi norðurljós með roða í kynnum sem minna á rauða rós og daggir féllu sem tár úr mínum augum og hleyptu sorg úr annars dökkum baugum ummhyggja og ást, með geislum þínum falla þér undir vanga ég höfði mínu halla í gyltum morgun roða þig ég dreymi því augnarbliki í eilífðinni aldrei gleymi sjá, fegurð lífsins sá í fyrsta sinn öryggi og skjól hjá þér ég finn þegar kemur að því að sjá hvað að baki augum...

Hátíðnihljóð (1 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Kannast einhver hérna við hátíðnihljóð úr fartölvum þó að það sé slökkt á þeim?

Lífsvist (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Kalinn á hjarta eiturnöðrur í sár mín narta brostið þrek og sárar hendur rótleysi um hugans lendur sorg mín nærir auma sál tár mín slökkva lífsins bál gefa tilverunni ljós vökva svarta rós hann veit að tíminn líður þögull við gröfina hann bíður ljárinn glitrar sál mín titrar veröld snauðra manna veröld boða og banna lög sem aldrei eru brotin andleg gæði þrotin líf mitt tek með eigin hendi á guð faðir almáttugan ég bendi tími til komin að vist mín hér endi áfram til þín ég þjáningu mína sendi….
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok