Ímyndaðu þér að þér byðist vinna í Ungverjalandi, þar sem þú gætir unnið þína vinnu án þess að þurfa að kunna tungumál innfæddra. Þú ynnir tólf tíma á dag, og ynnir þar í 6 mánuði. Eftir þessa 6 mánuði færir þú heim, og kæmir trúlega ekki aftur til Ungverjalands. Segð þú mér, hvaða hvata hefðir þú af því að læra ungversku? (að því gefnu að þú hafir engan sérstakan áhuga á tungumálinu) Hins vegar er ég sammála því - að ef viðkomandi ætlaði að setjast að í landinu, ætti hann að gera sitt besta...