Jæja fór á Avatar um daginn, ákvað að gagnrýna aðeins. Avatar (2009) Leikstjórn: James Cameron Handrit: James Cameron Aðalhlutverk: Sam Worthington, Zoe Saldana, Stephen Lang, Michelle Rodriguez, Giovanni Ribisi, Sigourney Weaver Lengd: 161 mín Þráður (Vægur spoiler alert, það er samt safe að lesa, nema þú vilt að “smáatriði” komi þér á óvart…) Avatar gerist árið 2154, þar sem mannkynið hefur tekið stórt skref í tækni og öðru tengdu. Þeir hafa ferðast til tunglsins Pandóru í Mannfáksskýinu....