Fjölbrautaskólinn við Ármúla er að slá met í þátttöku sinni á UT-2003, ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi, en 37 kennarar hafa skráð sig á ráðstefnuna, og fara ekki fleiri frá nokkrum framhaldsskóla á landinu. Næstflestir kennarar koma frá Iðnskólanum í Reykjavík, en þar á eftir er Verslunarskóli Íslands sem sendir 22 kennara á ráðstefnuna. Víst er að gaman verður að kynna sér nýjustu tæknina í skólastarfi, en síðasta UT-ráðstefna var haldin í fyrra í húsnæði Menntaskólans við...