Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

NonniG
NonniG Notandi frá fornöld 0 stig
Áhugamál: Vélbúnaður, Linux

Re: Róbótar og gervigreind

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er til svona félag á íslandi stafrækt undir merkjum nemendadeildar IEEE við HI. Þeir standa einnig fyrir keppnum og slíku. Þar eru margir virkir í svona pælingum.

Re: Forritunarvandræði

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Góð grein og góð svör. Mig langar samt að benda á að ef að hugsað er um afköst(hraða) vill fólk sleppa öllum “VM” svo sem Java og .Net. Því er einhver native kóði hentugur. Hann er samt oft mikið bákn og ill “portanlegur”. þ.e.a.s. erfitt að flytja frá PC yfir á MAC o.s.frv. Í þeim tilvikum gæti verið betra að nota VM. Hins vegar ef að þú villt vera sem sneggstur að koma vöruni í verk (implementa) er sennilega best að nota tilbúnar lausnir, eða Visual forritunarmál þar sem nánast ekkert þarf...

Re: Frjáls menning....

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Afsakið, þessi síðasta klausa var ekki allveg fullmótuð hjá mér, kom mér ekki allveg að efninu :) Þessi nýju lög ú USA sem ég nefndi heita UCITA, (Uniform Information Transactions Act) og ef ég skil þau rétt, þá kaupirðu ekki hugbúnaðinn lengur heldur greiðir af honum leigu. Einnig er notkun hugbúnaðar sem leiga er greidd af bundin skilmálum sem að seljandi setur, og þeir þurfa ekki endilega að liggja fyrir þegar leigusamningur var gerður. Einnig geturðu ekki selt, lánað eða gefið hugbúnað...

Re: Frjáls menning....

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta er nokkuð góður punktur hjá þér. Ég er ekki sérfróður um þetta mál en mig langar samt að leggja smá í púkkið. Mér skilst að það séu í gangi málaferlar af einhverju tagi í USA, vegna þess að þar samþykkti þingið lög sem að leggja skatt á alla skrifanlega geisladiska og skrifara,líkt og hérna heima, vegna þess að fólk þurfti að greiða fyrir öryggisafrit sín. Síðan eru útgáfufyrirtæki að nota allskonar afritunarvarnir til að koma í veg fyrir að fólk fái notið réttar síns. Þ.e.a.s. þar...

Re: Bús í búð eður ei ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Morrison: Jæja, eru menn ekki að leggjast full lágt. Hvað þykist þú eiginlega vita um mig. Finnst þér ég vera Fasisti fyrir það að vilja leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum að athuguðu máli. Er ekki hellisbúahugsunarháttur að nöldra bara á netinu, ef að þú villt í allvöruni berjast gegn fasisma í samfélaginu er af nógu að taka fyrir þig. Þér finnst eflaust agalegt að fíkniefni séu bönnuð, það séu fullt af asnalegum lögum sem banna fólki að stunda vændi og að lögreglan sé alltaf að gera...

Re: Bús í búð eður ei ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Afsakið truflunina, Bardagi gegn fasisma í íslensku samfélagi verður ekki unninn með því að kveina yfir honum á internetinu. Það er álíka áhrifaríkt og að bíða eftir að kynsjúkdómurinn lækni sig sjálfur. Þú þarft að rísa upp frá tölvunni og koma þínum skoðunum á framfæri (hversu gáfulegar sem þær geta orðið). Þú átt reyndar eftir að taka eftir því að fólk er almennt hlynnt því að selja áfengi í matvöruverslunum (þ.e.a.s. léttvín). Hinsvegar held ég að flestir séu sammála (nema fanatíkurnar...

Re: Fordómar gegn tölvuleikjum!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Er ekki bara verið að rífast yfir leikjum sem að einhverjir sálfræðingar segja að hafi slæmt uppeldisgildi? Þeir ættu nú að hafa eithvað vit á málunum. Búnir að læra þetta í háskólanum og svona. Annars held ég að þetta eigi ekkert eftir að hafa áhrif á þá sem spila leikina, ég efast um að allir sem eru undir 16 eigi pening til að kaupa leikina og hafa því reddað sér þeim á annann hátt en að fara út í búð og versla þá. Og ef að fólk er að hafa áhyggjur af slæmu uppeldi barnanna sinna, er þá...

Re: Leggjum niður geisladiska

í Músík almennt fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Fender, ég er sammála þér. Það er búið að rukka okkur um verndartoll af geisladiskum. Þegar þú kaupir tóma diska og brennara er búið að rukka þig fyrir stefgjöld. Svo koma þessir menn í veg fyrir það að þú fáir notið réttar þíns. Þ.e.a.s. að búa til öryggisafritið þitt sem að þú ert búin(n) að borga fyrir. Ég held að þetta sé ekki til þess fallið að koma í veg fyrir þjófnað á tónlist. Hinsvegar hafa tónlistarmennirnir unnið við að búa til tónlistina og ættu því að fá eithvað greitt fyrir...

Re: Lögregluáreiti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Rebel, En við það að stoppa fólk sem er ekki í belti geta þeir nappað fólk sem hefur fengið sér í glas eða er dópað. Margir glæpir hafa verið upplýstir bara við það að stoppa einhvern í´venjubundnu eftirliti. Forvarnarstarf eins og þetta sem átti sér þarna stað getur sparað það að fólk lendi á spítala eða undir grænni torfu. Það að fólk lendi að óþörfu á spítala kostar skattpeninga sem þú borgar. Svo að þetta kemur þér við. Það á að vera í belti, það eru reglurnar og það verður að fara að...

Re: Lögregluáreiti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Uhumm,, Rebel: ,,Einhver hér sagði að það væri gott að löggan væri að segja þeim sem eru nýkomnir með próf að þeir eigi að vera í belti og svona. Hvaða hálfviti sem er veit það. Það þurfa allir að fara í ökuskólann núna til að fá bílpróf og líka að fara í ökutíma og þetta er allt kennt þar." Jamm, afhverju er þá fólk að aka undir áhrifum, ekki í bílbelti, yfir á rauðu ljósi og á hvorn annann. Það er kennt í ökuskólanum að þetta er alltsaman bannað! Ég hef séð fólk nýkomið úr ökuskólanum...

Re: Lögregluáreiti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
droopy, Það er þægilegt að vera ung og óreynd sál. Ég vil spyrja þig, hefurðu misst ástvin fyrir hendi ölvaðs ökumanns. Þeir sem hafa lent í því þurfa að takast á við þau mál. Ég get ímyndað mér að það sé allt annað en auðvelt að hugsa á hverjum degi, hvað ef… Það þarf ekki að vera vilji þess sem ekur ölvaður að valda slysi, hvort sem einhver slasast lítið eða mikið. Er ekki bara gott að lögreglan geti komið í veg fyrir slíkann harmleik, og aðeins fyrir 20 mín af tíma þínum, sem þú hefðir...

Re: Afhverju?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Narnings, þú virðist vera skynsamur einstaklingur, Við virðums öll vera sammála því að neysla harðra efna leiðir til glötunnar. Einstaklingur sem lifir fyrir neyslu einhverja harðra efna verður að fjármagna sína neyslu, ekki getur hann unnið venjulega vinnu því hann er ekki í ástandi til þess. Til þess að fjármagna sína neyslu brýtur hann á öðrum með því að t.d. stela frá þeim. Það geta ekki allir gert það sem þeir vilja nema upp að því marki að það fer að skerða rétt annara. Til dæmis máttu...

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki allveg sammála þessari staðhæfingu. “Svo er það eitt sem að þú ert ekki alveg að fatta við lögleiðingu, ef að ríkið mundi bara taka yfir kannabissölu á íslandi er það eins og að skera typpið undan af þessum undirheimasölum.” Það, eins og ég hef sagt hér fyrir ofan, er ekki verið að ræða um að ríkið fari að selja ÖLL fíkniefni, aðeins kannabis. Við það missa undirheimasalarnir stórann markað. Hvað gerist á mörkuðum þegar að þeir minnka(markaður fyrir hörð efni)? Einfallt:...

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Morrison já það er rétt: Við ættum að gera bara eins og kínverjar, þeir skjóta bara fíklana, og þá vill enginn versla við dílerana. Framboð og eftirspurn félagi ;)

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Morrison, þú varst að svara eigin spurningu. Afhverju eiga mínir skattar að fara í hluti eins og umsjón og eftirlit með hasssölu í apótekum. Afvötnun fyrir þá sem að leiddust út í sterkari efni. Aukna löggæslu til svo að samborgarar okkar geti sofið rótt á nóttunni. Geðlækna fyrir þá sem verða geðklofa af kannabisneyslu ;) Er mínum sköttum ekki bara betur varið í eithvað vitrænt, eins og ekki löglegt kannabis. Menntun barnana minna og heilbrigðiskerfið. Eru þeir sem þurfa á meðferð að halda...

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Morrison, Ég er ekki allveg sammála þessu áliti…. Það er ekki verið að tala um að lögleiða öll fíkniefni bara kannabisefni. Hvað heldurðu að það kosti að vera í harðari efnum en kannabis, á dag. Afhverju heldurðu að fólk sé að stela og handrukka í dag. Það kemur kannabisneyslu ekki mikið við, aðallega harðari efnunum. Staðreyndin er sú, að hassneysla, getur, hefur, og mun leiða til neyslu harðari efna hjá ákveðnum hóp í samfélaginu. Sama hvað allri lögleiðingu líðu

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hvort að hass var löglegt eða ekki kemur málinu lítið við. Málið er að þessir einstaklingar voru veikir fyrir, þeir hefðu leiðst út í sterkari efni þó að hass hafi verið löglegt. Óábyrg stærri systkyni eða ættingjar hefðu bara verslað þetta í apótekinu, eins og þeir gera með bjórinn í dag. Það er gott og blessað ef fólk getur ráðið við neyslu sína á hverju sem er, hinsvegar er fólk sem ræður ekki við sig, eins og einn hér að ofan reykir hverja helgi og stundum á virkum, en er samt ekki...

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
narnings, nei það er satt. En er ekki svolítið barnalegt að halda það að fólk vakni einn góðann veðurdag, teygi úr sér og setjist yfir kaffibolla og hugsi með sér … ,, Það væri nú gaman að verða sprautufíkill í dag!'' Þannig gerast hlutirnir ekki og það er einn af hlutunum sem að fyrrverandi fíklar geta sagt þér. Ég er sammála þér að enginn eigi að þurfa að snúa upp á hendina á neinum, en af hverju er þá bannað að aka yfir á rauðu ljósi, og svíkja undan skatt?

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
angie, ég er sammála þér. Það virðist ekki vera nýmóðins að sjá heildarmyndina…

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Afsakið það vantar endinn á þetta… Fyrir fverja X sem byrja að reykja hass verða til Y hardcore fíklar (X>>Y). Þessir Y einstaklingar eru þeir sem málið snýst um. Þeir halda áfram að verða til þó hass verði löglegt. Og óttast fólk að við lögleiðingu fíkniefna gerist það sama og við lögleiðingu bjórsins. Bjórneysla tók stökk fyrstu árin en fór svo minnkandi. Botninn í þessu er að fíkn í sterkari efni, meiri action og meira fjör er einstaklingsbundið. Það má vera að þið séuð ekki þannig en það...

Re: Kjánaleg fíkniefnaumræða

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
1til2, Ágætis grein og eflaust margt til í henni þó að ég sé ekki sammála sumu sem kemur fram í henni. Ég er á móti lögleiðingu kannabisefna og hef mínar ástæður fyrir því. Þegar ég var í grunnskóla þekkti ég hóp stráka. Þeir fórru að fikta við neyslu hass. Þeir reyktu ekki reglulega. Smá saman kom í ljós að sumir voru veikari fyrir en aðrir og skiptist hópurinn í tvennt. Annar hlutinn ,sem var stærri, hélt áfram að reykja hass í hófi í framhaldsskóla eða hætti því. Hinn hlutinn (minni) hélt...

Re: Asnalegheit!

í Linux fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er reyndar hægt að starta vélinni upp með bootdisk sem þú býrð til við uppsetningu á Linux. Þá áttu að geta mountað windows sneiðina þína og afritað hluta af ræsigeira linux sneiðarinnar þinnar sem skrá í rót C:\. Þetta er bölvað vesen, gerði þetta og stuttu seinna spilltist skráin og þá setti ég bara upp grub. Hann virkar mjög vel en samt mæli ég með Lilo sem Bootloader því hann getur ræst Win mjög þægilega.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok