Stjórnarflokkarnir hafa í sinni kosningabaráttu talað um stöðugleikann. Ég viðurkenni vissulega að stöðugleiki er eftirsóknarverður; maður vill vita hvar maður hefur hlutina. En fyrst skulum við gera okkur grein fyrir hvað stöðugleiki núverandi ríkisstjórnar þýðir: Ef þú kýst núverandi stöðugleika, stöðugleika Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá ertu sátt/ur við að Ísland sé aðeins í 14. sæti af þeim 29 þjóðum Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD) í opinberum fjárlögum til...