Þótt stjórnmálaflokkarnir hafi ýmsar stofnanir, sem semja stefnuskrár og eiga fræðilega séð að hafa ýmis önnur áhrif, er reyndin sú, að gerðir ráðherra og þingmanna eru hin raunverulega stefna flokka. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni eins mikill óvinur höfuðborgarsvæðisins og Framsóknarflokkurinn. Ráðherrar flokksins og þingmenn efla misrétti landshluta. Til dæmis fær höfuðborgarsvæðið aðeins 18% af nýlega veittu 5,6 milljarða viðbótarfé til vegamála í atvinnubótaskyni, þótt þar sé...