Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Stjórnmál (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
La vie sans l'homme III frá 1960 eftir franska málarann Jean Dubuffet. Þetta er mynd af smásteinum í drullupolli sem með góðum vilja gæti verið skírskotun í komandi kosningabaráttu.

Brot úr sögu Davíðs Oddssonar: (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Manstu þegar rannsókn íslensks félagsfræðings, sýndi fram á að um tíu prósent þjóðarinnar er undir skilgreindum fátæktarmörkum. Formaður mæðrastyrksnefndar tók undir og sagði að aldrei hafi jafn margir sótt matargjafir til nefndarinnar. Hvað gerði Davíð? Afneitaði vandanum og sagði að það sé alltaf til fólk sem vilji fá hlutina ókeypis. Manstu þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti íslenska lýðveldisins? Hvað gerði Davíð? - Hann lét í ljós óánægju með nýjar skýringar á orðalagi við...

Kjóstu stöðugleika Samfylkingarinnar! (1 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Stjórnarflokkarnir hafa í sinni kosningabaráttu talað um stöðugleikann. Ég viðurkenni vissulega að stöðugleiki er eftirsóknarverður; maður vill vita hvar maður hefur hlutina. En fyrst skulum við gera okkur grein fyrir hvað stöðugleiki núverandi ríkisstjórnar þýðir: Ef þú kýst núverandi stöðugleika, stöðugleika Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá ertu sátt/ur við að Ísland sé aðeins í 14. sæti af þeim 29 þjóðum Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD) í opinberum fjárlögum til...

Kvalafullur dauðdagi í iðrum jarðar (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
kvalafullur dauðadagi í niðamyrkri í iðrum jarðar Um 1870 var farið að flytja lifandi búfénað í umtalsverðu magni til sölu í Bretlandi. Þúsundir hrossa voru flutt þangað árlega og hélst það fram yfir 1920. Hestarnir voru aðallega notaðir til vinnu í breskum námum. Íslenskir hestar þóttu henta vel til að vinna í námunum, þeir voru bæði litlir og sterkir og þoldu vel harðræðið í námunum. Notkun hesta til vinnu í námum hófst fyrir alvöru í breskum námum í kjölfar iðnbyltingarinnar og aukinnar...

Ferðabarnarúm óskast (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sæl/l, mig vantar gott ferðarúm fyrir ca. eins árs barn. Sendu mér skilaboð.

Upp með Sjálfstæðisflokkinn!!! (39 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Rangfærslurnar og útúrsnúningarnir sem vinstrimenn eru stöðugt með gagnvart Sjálfstæðiflokknum og verkum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar ætlar aldrei að linna. Ég ætla að byrja á því að segja frá sex ástæðum fyrir því að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn: 1) Ég er fylgjandi hraðvaxandi stéttaskiptingu í landinu. 2) Ég er fylgjandi forgangi útgerðaraðalsins að auðlindum hafsins. 3) Ég er fylgjandi miklum skattalækkunum. Menntun, læknisþjónusta og fleira ættu notendur þjónustunnar að greiða sjálfir....

Sovéski herinn í WWII (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Staðreyndir: Yfir 80% af tapi Þjóðverja var gegn sovéska hernum. Sovéski herinn vann tvær af stærstu orrustum sögunnar; við Kursk og Stalingrad. Í byrjun stríðs var sovéski herinn vanbúinn og frumstæður. Þeir áttu t.d. engin vopn eða vélar sem stóðust þeim þýsku snúning. Á örfáum árum tókst þeim að vélvæðast og framleiða vopn sem talin eru hafa verið það besta sem framleitt var í stríðinu td.: Ak-vélbyssuna sem þótti mjög áreiðanleg, Yak orrustuvélina og síðast en ekki síst sjálfan T34...

Öxulveldi hins illa (89 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég var að lesa greinar eftir Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóra DV. Hann birtir ýmsar athyglisverðar staðreyndir um Bush og ráðamenn í bandaríkjunum. Frekar óhugguleg lesning. Bush er pólitískt stórslys New York Times segir í leiðara, að innanlandsstefna George W. Bush sé stórslys, eitt allsherjar járnbrautarslys. Stórfelldur hallarekstur ríkissjóðs og fyrirhugaðar skattalækkanir hans í þágu hinna allra ríkustu geri honum kleift að halda fram, að ekki séu til peningar í ríkissjóði til...

Gullæði grípur Íslendinga (7 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 9 mánuðum
I. HLUTI. Gullæði hið fyrra ————————— Árið 1905 var ævintýralegt í sögu Reykjavíkur. Við borun eftir vatni í Vatnsmýrinni, kom upp eitthvað sem glampaði á og maður að nafni Hannes Hansson sem hafði orðið svo frægur að taka þátt í gullævintýrinu í Klondike nokkrum árum áður, fullyrti að um gull væri að ræða. Dagblöðin birtu þegar æsifréttir um málið, æði rann á fólk og lóðir stigu undrahratt í verði. Reykvíkinar sáu fram á að þeir gætu orðið forríkir á skömmum tíma rétt einsog gullgrafarar í...

Árás stórveldis á fátæka eyðimerkurþjóð (17 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Við höfum öll heyrt frasann um að sagan endurtaki sig sífellt, að hún gangi í hring. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það en oft má finna atburði í fortíðinni sem minna á nútíðina. Í ljósi atburða síðustu vikna ákvað ég að skrifa stutta frásögn um innrás Ítala í Eþíópíu árið 1935. Skömmu eftir valdatöku fasista á Ítalíu árið 1922 fór draumur Mússólínís um að Ítalía yrði stórveldi að taka á sig mynd. Á þessum tíma var Eþíópía ásamt Líberíu, eina sjálfstæða ríkið í Afríku. Ef Ítalir hugðust...

Margarete Kleb. Saga af sannri hetju (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Árið 1868 leitaði 46 ára tveggja barna einstæð móðir að nafni Margaret Kleb til læknis vegna mikils verks í kviðarholi. Læknirinn hennar greindi hana með kviðslit og sendi hana til skurðlæknis. Skurðlæknirinn sem hún leitaði til, sá hins vegar að hún þjáðist af gríðarmiklu æxli á öðrum eggjastokknum. Hann reyndi að nema æxlið á brott en þegar hann opnaði kviðarholið, sá hann að æxlið var samgróið leginu og varð hann því að nema það líka á brott. Samgróningarnir náðu hins vegar einnig til...

Jean Dubuffet 1901 - 1985 (4 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einna tormeltastur og umdeildastur franskra abstraktmálara eftir seinni heimsstyrjöldina, var Jean Dubuffet. Margir telja hann samt vera einn fremsta abstraktmálara sem uppi hefur verið. Dubuffet var geysilega afkastamikill og mikill brautryðjandi í stíl og tækni. Dubuffet fæddist árið 1901 og var lengi óráðinn, hvort hann ætti að snúa sér af nokkurri alvöru að málaralistini. Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar málaði hann nokkur verk, en helgaði sig allan málaralistinni upp úr 1942....

Spilltir og ósannsöglir stjórnmálamenn (64 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í ljósi Baugs-Davíðs Oddssonar umræðunnar undanfarna daga er ekki úr vegi að rifja aðeins upp fræg ósannindi stjórnmálamanna. Fræðimenn eru almennt sammála um að afbrot háttsettra lýðræðiskjörinna embættismanna séu meðal þeirra alvarlegustu í samfélaginu. Þetta sjónarmið tengist áhrifum brotanna á samfélagið, áhrifum sem talin eru í það minnsta jafn alvarleg, ef ekki alvarlegri en áhrif hefðbundinna glæpa á borð við þjófnaði, rán, ofbeldi og jafnvel manndráp. Tjón samfélagsins vegna afbrota...

Óvinir höfuðborgarsvæðisins (16 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þótt stjórnmálaflokkarnir hafi ýmsar stofnanir, sem semja stefnuskrár og eiga fræðilega séð að hafa ýmis önnur áhrif, er reyndin sú, að gerðir ráðherra og þingmanna eru hin raunverulega stefna flokka. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni eins mikill óvinur höfuðborgarsvæðisins og Framsóknarflokkurinn. Ráðherrar flokksins og þingmenn efla misrétti landshluta. Til dæmis fær höfuðborgarsvæðið aðeins 18% af nýlega veittu 5,6 milljarða viðbótarfé til vegamála í atvinnubótaskyni, þótt þar sé...

Laun forstjóra Kaupþings (4 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sérkennilegt að Davíð sé að hnýta í launagreiðslur til Sigurðar Einarssonar forstjóra Kaupþings, en þegi þunnu hljóði yfir launagreiðslum til Kára Stefánssonar. Þeir eru með nánast sömu launin. Eini munurinn er að Sigurður hefur sennilega unnið fyrir sínum launum. Heyrst hefur: Decode greiðir ríflega fjárhæð í sjóði Sjálfstæðisflokksins, Kaupþing neitaði og súpa nú seyðið af því.

Fjármálasukk hjá flokksgæðingum (6 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Enn eitt fjármálahneykslið hjá flokksgæðingum sem búið er að planta í ríkisstofnun. Þetta er bara dæmi um að núverandi ráðamenn eru búnir að sitja of lengi að kjötkötlunum og eru orðnir værukærir. Þjóðmenningarhúsið, Bygginganefnd Þjóðleikhússins, Dómsmálaráðuneytið ofl. ofl. Halda flokksgæðingar sem eru settir á spenann að þeir geti skammtað sér og sínum að vild? Er ekki kominn tími til að skipta algjörlega um stjórn. Það er engum hollt að vera of lengi við völd. Ég held að við getum öll...

Landbúnaðarstefna Framsóknarflokkanna (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Breytingar í landbúnaði í framhaldi af inngöngu í ESB gætu stóraukið kaupmátt - allt að 10% kaupmáttaraukning Það er sorglegt en staðreynd að sérhver Íslendingur þarf að sætta sig við verri lífskjör en ella vegna þeirrar landbúnaðarstefnu sem rekin er á Íslandi. Kostnaðurinn sem almenningur ber er gríðarlegur. Stuðningur við landbúnað á Íslandi á síðasta ári var 12 milljarðar sem við greiðum annars vegar í formi hærri skattbyrði og hins vegar í mjög háu vöruverði. Stuðningur okkar er sá...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok