Það er nú samt þannig að þessar svokölluðu “rokkstöðvar” hérna á höfuðborgarsvæðinu eru ekkert voða mikið rokk. Dæmi: ég var að hlusta á xfm og fyrst kom eitthvað riff og svo eitthvað um það að XFM væri alvöru rokkútvarp eða eitthvað svoleiðis. Síðan kom smá þögn og hvað byrjaði? Jú, Blink 182! Það er nú ekki mjög mikið “alvöru rokk”. Málið er að þessar stöðvar eru bara að spila popptónlist. Það þýðir að jú, það er spilað rokk, en bara það rokk sem er nógu vinsælt eins og t.d. Killers, Blink...