já, ég nenni ekki að horfa á þá á Amon, ég fíla þá ekki live. Samt allt í lagi að hlusta á þá svona í rólegheitunum heima hjá sér, þegar ég sá þá fyrst var líka gaman af þeim.
Hér kemur ýkt góð lýsing á 'essu kvöldi: Atrum: Snilld Elegy: Miðjumoð Gjöll: Áhugavert Momentum: Gaman Potentiam: Snilld Sólstafir: Geisp… Forgarður Helvítis: Fínt Það að segja sig úr þjóðkirkjunni: ánægjulegt
Hlustaðá Nile, Death, Gorgasm, Cryptopsy, Origin, Cannibal Corpse, nýja Behemoth, Bloodbath, Divine Empire, nýja Malevolent Creation, Morbid Angel, Decapitated, Necrophagist, Obituary, Suffocation, Vader og Severed Savior.
Vá! Ég trúi ekki að þú trúir virkilega einu orði af þessari vitleysu?! Glen Benton er bara ósköp venjulegur redneck sem spilar Death Metal, og það ekki nema ágætlega. Ég sá þessa Deicide heimildamynd og þar sést hvað þessir gaurar eru eiginlega allir nautheimskir og ótrúlega white-trash. Þar að auki er hann algjör poser, þykist vera einhver svaka djöfladýrkandi og brenndi öfugan kross inn í ennið á sér, en gifti sig svo í kirkju og skírði dóttur sína. Það er afskaplega einfalt að láta Glen...
Þekki tvo náunga sem ég veit að hafa góðan smekk sem fíletta, svo ég ætla að tékka á þessu sem fyrst. Er m.a.s. með Viva Emptiness inná tölvunni, búinn að ætla að tékka á þessu bandi lengi, en fyrst ég hef meðmælin frá þessum tveim mönnum mun ég drífa í þessu.
Þetta er búið að vera svona mjög lengi, ástæðan hefur eitthvað að gera með að labelinn vill vernda copyrighted material. Mér finnst þetta fáránlegt, langar að lesa textana þeirra, fylgja ekki heldur með diskunum (amk ekki sem ég á).
Engin röð: Origin - Echoes of Decimation Gorgasm - Bleeding Profusely Cryptopsy - None So Vile Behemoth - Demigod 5 nýjustu Corrosion of Conformity plöturnar Þetta er það sem ég hef verið að hlusta mest á undanfarna viku eða tvær.
Einn daginn, eftir nokkur ár, áttu eftir að finna þessa mynd oní einhverjum kassa og hugsa: “Hvað var ég eiginlega að hugsa? Sign voru hræðilegir, hversu mikinn frítíma hafði ég til að gera þetta og hversu vondan smekk hafði ég til að hlusta á þetta band?” Óþarfi að koma með skítkast, mark my words, þetta mun rætast.
Phobophile með Cryptopsy, byrjar á píanói og svo kemur rólegur bassi og svo allt í einu þvílíkt blast og rosalegt öskur frá lord worm. Snilld ef fólk veit ekki við hverju er að búast.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..