Ekki veit ég hvort hér séu menn sem eru fróðir um fugla í nátturu Íslands en ég læt vaða. Veit einhver hvaða áhrif það mun hafa á stofn Glókollsins að vænta má að hrun hafi orðið í sitkalúsinni vegna mikillar frosthörku fyrr í vetur? Hefur hann nóg af öðru æti í boði eða mun þetta bitna á honum? Ef einhver getur upplýst mig má hann endilega svara og helst þá undir nafni, ég er að skrifa stutta ritgerð í skólanum þannig að það er betra að geta getið heimilda…