Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ég og skák (21 álit)

í Skák og bridds fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Fyrstu kynni mín af skák svo ég man eftir var í 1. eða 2. bekk í grunnskóla. Þá var boðið upp á námskeið í skák í skólanum og ég og vinkona mín skelltum okkur. Það er nú ekki mikið af því að segja en í lok námskeiðisins var haldið “mót” og ég var sigurvegarinn. Það var nú eitthvað til að bæta upp á sjálfstraustið og mig langaði til að tefla meira. Pabbi fór að leitast fyrir og komst að því að það væru helgaræfingar upp í TR og ég skellti mér þangað. Það sem ég man eftir þessum fyrstu æfingum...

Kynjajafnrétti í Islam (108 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var ekki alveg viss hvert ég átti að senda þetta, en ákvað að senda þetta hingað þar sem þetta varðar trúarbrögð. Þetta er verkefni sem ég gerði í sögu, ég átti að finna grein sem tengdist Islam, endurskrifa hana og gefa mitt álit. Greinin sjálf: http://www.mwlusa.org/publications/positionpapers/gender.html — Greinin fjallar í grófum dráttum um að í Kóraninum er hvergi minnst á að annað kynið sé æðra hinu. Greinin ber saman nokkur dæmi úr Biblíunni og Kóraninum sem sýna hvernig litið er á...

Stravaganza - Grímuborgin (12 álit)

í Bækur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Grímuborgin er fyrsta bókin í bókaflokknum Stravaganza eftir Mary Hoffman. Varúð! Það gætu leynst spoilerar í þessu… Lucien er unglingsstrákur úr okkar heimi sem er með krabbamein. Lucien er í miðri lyfjameðferð, mjög máttfarinn og búinn að missa hárið. Hann sofnar eitt kvöld út frá hugsunum um Feneyjar. Hann er viss um að það sé draumur þegar hann vaknar í Bellezza, hliðstæðu Feneyja í öðrum heimi, en þar er hann stálhraustur og hárið á sínum stað. En lögmal tíma og rúms eru afbrygðileg og...

Spellsinger (10 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Spellsinger er fantasía eftir Alan Dean Foster. Hún er fyrri bókin af tveimur (eða ég held að þær séu bara tvær) en hin bókin heitir Hour of the gate. Foster skrifaði líka Alien.. Mikil ógn vofir yfir heiminum svo að galdra“karlinn” Clothahump eygir enga von nema að hann nái í “annan”. Aðeins “annar” (galdramaður frá öðrum heimi) gæti bjargað þeim. Og þar sem víddir og tími eru aðeins smámál fyrir þá sem kunna fræðin þá nær Clothahump í annan. Þannig dregst Jon-Thom, frá okkar heimi, inn í...

Killer fuglar? :P (12 álit)

í Fuglar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jæja… Við (fjölskyldan) ákváðum að fá okkur fugla fyrir nokkrum árum.. Valið stóð á milli þess að fá okkur finnkur eða páfagauka. Við völdum finnkurnar :Þ Við fengum okkur 4 finnkur, 2 kvenkyns og 2 karlkyns. Nema hvað önnur kvenkyns finnkan var hvít á litinn (hinar voru allar svona brún/gráar einhvernveginn). Og hin kerlingi og annar karlinn lögðu hana hreint út sagt í einelti :( Hvíta finnkan var orðin mjög ræfilsleg þegar okkur tókst að redda nýju búri og aðskilja hana frá hinum. Við...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok