Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Dularfull ljós á himnum í Noregi

í Geimvísindi fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Já, það er víst nokkuð öruggt núna að þetta var bara eitthvað eldflaugaskot hjá Rússunum sem misheppnaðist :P Fannst samt rosa skrítið þegar þessi frétt kom í fréttunum á Stöð 2 að þegar ég ætlaði að sjá þá frétt á vefmidlar.visir.is, að þá kom bara svart video og bara hljóð. Og það var ekki bara fyrir þessa einu frétt, það var bara allur fréttatíminn, sem leit svoldið út eins og eitthvað væri þarna á ferð sem væri verið að reyna að fjarlægja allt myndefni af hehe :Þ

Re: það eru til geimverur

í Geimvísindi fyrir 16 árum
Auðvitað eru geimverur til! Við erum geimverur ;)

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já það er reyndar alveg vit í því að á nóttunni sé best að gera við en ég er samt sannfærður um að það sé ekkert svoleiðis í gangi þarna. Fyrir það fyrsta þá sá ég það með berum augum að þetta var staðsett útí geim eða amk. töluvert lengra frá en bara rétt fyrir ofan hæðina og svo sá ég það líka færast alltaf meira og meira til hægri eftir hæðinni á jöfnum hraða, sem var alveg það hægt að það var varla hægt að sjá það hreyfast. Ég stórefast um að einhver krani væri settur upp þarna við...

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Neibb, það var enginn að vinna við mastrið, það er alveg 100% pottþétt. Enginn fer amk. að vinna eitthvað við það svona seint (milli 1 og 3 eða eitthvað svoleiðis) og svo er þetta ekki beint bara svífandi þarna yfir hæðinni, meira svona útí geim bara eins og stjarna sem fær mig svoldið til að halda að þetta hafi líklega bara verið gervihnöttur sem hefur verið töluvert nær jörðinni en þeir eru venjulega… Og þetta er alveg pottþétt ekkert tengt krana eða neitt slíkt þar sem að þetta er, eins...

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Það eru engir turnar þarna, bara tvö 150m langbylgjumöstur en rauðu ljósin sem sjást þarna eru á vinstra mastrinu.

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Veðurathugunarstöðin? Er svoleiðis stöð þarna? Hélt að þetta væri bara langbylgjustöð.

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já, þetta fyrsta sem konan nefnir frá 1891, það hljómar svipað en svo les hún um eitthvað vindla ufo með stórum rauðum ljósum. Ég sé samt ekkert líkt þessu miðað við lýsinguna á þessu fyrsta hjá henni. Mér fannst þessi rosa skæra “stjarna” ekki vera beint að svífa þarna bara yfir hæðinni, þetta leit meira út fyrir að vera útí geim.

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Það er ekkert nema himinn þarna. Býrð þú úta landi? Aldrei séð Vatnsendahæð?

Re: FFH (UFO) yfir Vatnsenda?

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Var þetta þá bara einhver gervihnöttur eða eitthvað svoleiðis geimdrasl? Ég er nú sjálfur ekkert rosalega mikið á því að þetta hafi verið eitthvað tengt geimverum, tel mun líklegra að þetta hafi verið eitthvað annað en það er bara spurning hvað…

Re: Vanþakklæti íslenskrar æsku

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bara svona til að koma því á hreint þá var forsalan ekki BARA til að auka söluna á Placebo miðunum, það var forsala vegna þess að aðdáendaklúbburinn vildi það og þetta er örugglega mjög algengt þegar verið er að selja miða á Metallica tónleika. RR ehf bættu því bara við að þeir sem áttu eða keyptu á staðnum miða á Placebo gætu líka keypt Metallica miða. Þeir hefðu alveg pottþétt ekki selt eins mikið í forsölunni og þeir gerðu og það hefði örugglega ekki allt orðið brjálað ef fanclub members...

Re: Metallica - miðasala - forsala

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er að spá… er búinn að skrá mig í Metallica fan klúbbinn en á bara eftir að borga svo ég get víst ekki keypt miða í gegnum hann (er sem betur fer með Placebo miða) og nú er spurningin, ef ég kaupi ekki miða í gegnum klúbbinn þá halda Metallica líklega að ég sé ekki á leið á tónleikana og er þá enginn möguleiki á VIP miða eða? DoofuZ

Re: Metallica - miðasala - forsala

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef heimildir fyrir því að forsalan fari af stað kl. 12 á hádegi á laugardaginn í öllum verslunum OgVodafone, er hægt að fá þetta staðfest RRehf? DoofuZ

Re: Metallica - miðasala - forsala

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
RRehf: Ég er að spá… nú hef ég skráð mig í Metallica klúbbinn en get hugsanlega ekki borgað það fyrr en um mánaðarmótin, get ég samt keypt miða í forsölunni ef ég kem t.d. með útprentun á staðfestingunni á því að ég sé búinn að skrá mig eða verður að sjást membership númer á því? DoofuZ

Re: Metallica - miðasala - forsala

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
RRehf: Hvernig er það svo með forsöluna, hvar og hvenær fer hún af stað? Og hvernig verður öllum hólfunum skipt, verða grindverk á milli eða? Það er að sjálfsögðu svoldið galið að hafa einhver grindverk á milli þar sem það mun líklega bara auka slysahættuna… en hvernig verður þetta eiginlega? Það væri fínt að fá eitthvað að heyra meira um það :) DoofuZ
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok