Þetta er um sama gaurinn og ég talaði um í greininni “Svar óskast”. Okei, málið er það að ég hitti hann um daginn, nánar tiltekið á föstudaginn fyrir rúmri viku. Ég fór heim til hans og við fórum að spjalla og svona….Og svo kyssti hann mig og við fórum eitthvað að dúlla okkur og kúra og svona.. Og hann var voða góður, virtist alveg hafa áhuga á mér og svoleiðis. En svo þurfti ég að fara en hann vildi endilega að ég myndi gista hjá honum, ég var nú alveg til í það, en ég bara gat það ekki...