Ég tók eftir því að það var verið að spjalla um Minidisc og MP3 spilara á korkunum svo ég ákvað að deila gleði minni með ykkur græjusénum. :) Ég pantaði mér fyrir sirka mánuði síðan glænýjan Sony MZ-N505 mini-disc spilara/upptakara af eBay og hann kostaði mig rúmar 16.000 kr. til landsins. (BT auglýsti þennan spilara á 29.900 kr!) Hann er með NetMD, MDLP, 40 sek. G-Protection hristivörn og Type-R “decoder”. NetMD: NetMD var fyrst tilkynnt í sumarið 2001 og var það Sony sem þróuðu þessa...