Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er aðeins heimilt að gera líkamsrannsókn og leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum ef að fyrir liggur dómsúrskurður eða sérstök lagaheimild. Það sama gildir um rannsókn á bréfaskiptum og öðrum tjáskiptum manna sem talin eru í ákvæðinu.