Ætli hljómsveitirnar séu ekki bara svona leiðinlegar/lélegar…? Mér persónulega finnst íslenskur metall alls ekkert síðri en annar metall og ég hreinlega elska fullt af íslenskum böndum. Það sem vantar á tónleika eru fleiri áheyrendur. Þetta veit ég vegna þess að ég er sjálfur í metalbandi og ég hef oft spilað á mjög góðum tónleikum með mjög góðum böndum og aldrei hefur verið mikið um áheyrendur, hvað þá að þeir hreyfi sig, fari í moshpit eða slammi? Reyndar voru tónleikar á Café Amsterdam í...