Nýja The Faceless platan, eða Amon Amarth - Twilight of the Thunder God eða Gojira - The Way of All Flesh eða Enslaved - Verte Brae. Get ekki gert upp á milli þeirra.
Bara eins og ég hélt. Synd að það sé engin búð hérna, vegna þess að ef svona búð verðleggur ekki fáránlega væri hún líklegast með þvílíkan business hérna heima!
Það lýtur allt út fyrir það að enginn okkar sé á leiðinni á Wacken… enginn á pening núna fyrir utan það að við þurfum á peningnum að halda fyrir hljómsveitirnar og svona… Peningarnir verða því miður að fara í annað en ferðina. :(
Jújú, sá er maðurinn. Við munum halda áheyrnarprufur einhverntímann, en ekki nærrum því strax. :) Erum bara að byrja að leita strax ef við myndum nú fá eitthvað major gigg eða plötusamning, þá er ekki gott að vera söngvaralausir!
Haha ertu svona fjölhæfur? :O Við erum ekkert að flýta okkur útaf upptökum á plötu og Black Dahlia Murder tónleikunum (hann Haukur ætlar að taka þátt í því öllu saman) og við munum halda áheyrnarprufur einhverntímann. :)
Haha það var nú leitt… :( Málið var að það mættu svo ógeðslega fáir að við nenntum ekki að bíða lengur og borga enn fleiri tíma í pool þar sem við héldum að allir hefðu bara beilað. Það voru samt mjög skemmtilegir gaurar þarna.
Haha já, sorry Ingi minn, vorum allir frekar veeeel í því en við bara urðum að fara eitthvert annað, búnir að vera þarna í þrjá tíma bíðandi eftir ykkur var orðið frekar þreytt sko. Bjuggust síðan ekkert við því að fleiri myndu mæta svona seint.
Hann bara missti áhugann og hefur nóg að gera í skólanum… Ekki það að það er líka nóg að gera hjá okkur hinum í skólanum, málið er bara að þetta verður svo ómögulegt ef áhuginn er ekki til staðar.
Þið, besta par í heimi, misstuð af besta djammi í heimi! Hvað kom uppá?! Ég vona að þú bætir þetta upp með djammi með mér! Sé þig allavega á ferðinni í Smáralind… ertu ekki ennþá vinnandi þar?
Twilight of the Thundergod með Amon Amarth og Land með Týr. Annars finnst mér synd að gera upp á milli platnanna hjá þessum böndum, allt meira og minna meistaraverk!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..