Ókei, hann Móri minn, sem er u.þ.b 10 ára fress, á það til að skyndilega hlaupa um húsið og ráðast á hluti. Venjulega, þá er hann ljúfari en lamb, stekku í fangið á manni og murrar. En svo allt í einu bara er einsog hann gangi berserksgang eða eitthvað. Hann ræðst á allt sem hreyfist. Löppirnar á fólki (Eða að minnsta kosti endana á buxunum), ef maður reynir að klappa honum klórar hann hendina, ég skil þetta ekki! Gerist þetta líka fyrir ykkur?