Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nessuno
Nessuno Notandi frá fornöld 0 stig

Re: The evil cult (Yi tian tu long ji zhi mo jiao jiao zhu) 1993

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já plottið í þessari mynd var ansi hreint flókið og erfitt að halda sér við efnið. Ef ég man rétt var þetta samt ágætis skemmtun og dæmigert fyrir ofuryfirkeyrslustíl Wong Jing. Það er ekki nóg með að plottið sé of flókið heldur er myndin líka fjandi endaslepp, það er eins og hún hætti bara í miðri mynd. Og það er líka af því að þeir hættu í miðri mynd. Myndin varð það dýr að framleiðendur áttu ekki pening til að klára hana. Snillingurinn stórkostlegi Sammo Hung var sorglega vannýttur í...

Re: Vill ekki Heiðursóskarinn!

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er frábært hjá gamla raftinum. Bréfið sem hann skrifaði akademíunni var nú á léttum nótum og sýnir að hann er með glimrandi góðan húmor sem maður vissi svosum fyrir. Örlítil leiðrétting. Hann fékk síðast óskarstilnefningu fyrir 21 ári fyrir leik sinn í myndinni My Favorite YEAR en þáð var fín mynd þar sem hann fór á kostum sem egómanísk eldri kvikmyndastjarna sem er annáluð fyllibytta og kvennaflagari.

Re: Conrad L. Hall dáinn

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Harmleikur. Hall var sannarlega einn af allra færustu kvikmyndatökumönnum allra tíma. Afrekaskráin hans er löng og virðuleg: Cool Hand Luke, Butch Cassidy and the Sundance Kid, Hell in the Pacific o.s.frv., o.s.frv. Það er þó gott að vita til þess að hann hafi lokið ferlinum sínum á eins glæstan hátt og með því að hafa tekið upp The Road To Perdition en nánast ljóðræn kvikmyndatakan var einmitt það sem stóð upp úr (ásamt leik Paul Newman) þeirri mynd. Atriðið þegar Tom Hanks stráfellir...

Re: Harrison Ford í hörðum árekstri!

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Oooo greyið sætabrauðsdrengurinn Harnett. Eins gott að þessi bjálfi skaddaði ekki töffarann Harrison Ford. Það hefði verið skelfilegt.

Re: Maybe i'm just weird

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvaða vitleysa, Háskólinn er skítléttur ef þú býrð yfir meðalgreind. Ofmetið fyrirbæri.

Re: Pirates of the Caribbean

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Með bestu sjóræningjamyndum sem ég hef séð, nær jafnvel hæðum The Crimson Pirate með Burt Lancaster. Reyndar eru nokkur atriði í Pirates stolin úr þeirri mynd sem er nú bara fínt í þessu tilfelli.

Re: Hulk

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sjitt. Þetta er lengra en greinin.

Re: Hulk

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég fór á þessa mynd með mjög litlar væntingar. Myndin var betri en ég átti von á, þó hún hafi nú bara verið svona í meðallagi að mínu mati. Sagan var ágæt, leikurinn viðunandi m.v. að þetta er einvíð myndasögumynd. Gamli rafturinn Nick Nolte var fínn(nema í einu til tveimur atriðum) sem hálfsækópaþískur vísindamaður. Ang Lee er greinilega að mjólka sálræn vandamál Hulkins ógurlega, eyðir miklum tíma í að skoða það. Slíkt mun óhjákvæmilega fara í taugarnar á gelgjustrákum með athyglisspan á...

Re: Charlie´s Angels 2 : Full Throttle

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
En myndin var einmitt alls ekki fyndin og skemmtileg þó svo hún væri að rembast við það. Það var alltaf augljóst að Charlie's Angels átti að vera heilalaust léttmeti en það er líka talsverð kúnst að láta heilalaust léttmeti virka. Í tilviki fyrri myndarinnar virkaði það bara alls ekki, þetta var bara flatneskjuprump, svona eins og spaugstofan. Bardagaatriðin voru svo ótrúlega óspennandi og óskemmtileg að manni var farið að leiðast í miðjum klíðum. Það er mjög erfitt, fyrir mig amk, að láta...

Re: Touch of Evil (1958)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ja kannske á pólitíska sviðinu jú. Reyndar var hann upphaflega frelsisfagnandi líberalisti sem gekk í kröfugöngum með Martin Lúther King en síðla á 8. áratugnum frelsaðist hann til hins illa og varð sturlaður erkiíhaldsmaður. En hann var fínn í að leika stirðbusalega ábúðarmiklar kempur eins og í Ben Húr, Ómega manninum og Apaplánetunni enda var hann og er stirðbusalegur leikari með eindemum.

Re: Touch of Evil (1958)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta er klassísk mynd þrátt fyrir ótrúlega bjánalegt leikaraval. Þar fer fremstur í flokki Charlton Heston sem er hlægilegur í dökkum farða að leika mexíkana. Charlton er fínn á sínu þrönga sviði en þarna er hann sem sagt hlægilegur en það er hægt að venjast honum. Sama má segja um Betty Davis sem sígaunakonu. Það vantaði bara Marlon Brando að leika svartan mann. Þess má geta að Heston var einmitt nýlega valinn ofarlega á lista yfir versta og ótrúverðugasta hreim í kvikmynd fyrir einmitt...

Re: Nýja Undirtónablaðið

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Og hver er þessi Chloe? Fyrir hvað er hún fræg? Ég hélt að Chloe væri bresk klámmyndaleikona.

Re: iggy og ziggy

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fín grein um trylltan rokkkappa. Chinagirl er jafnvel enn betra í flutningi Iggy, hrárra.

Re: Cream

í Gullöldin fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fín grein. Yndisleg hljómsveit.

Re: Íslenskan her

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei. 4-500 þúsund.

Re: Íslenskan her

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er svolítið hrifinn af hugmyndinni um her. Það sem er best við það er að það þarf ekki einu sinni að kosta nein ósköp. Við getum bara haft það sem fyrir er. Helsti og jafnframt eini kosturinn við her er sá að þá væri hægt að skapa fullt af virðulegum yfirstjórnunarstöðum og þá verður hægt að setja afdankaða pólitíkusa í þær stöður í staðinn fyrir að gera þá að yfirmönnum yfir stofnunum sem þeir hafa ekkert vit á og eru einungis til vansa (S.Í. er gott dæmi). Að sama skapi væri kannske...

Re: Evrópskar vs. Bandarískar kvikmyndir

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fáránlegar alhæfingar í þessari grein eins og fram hefur komið í athugasemdum. Hins vegar er frábært að þú minnist á hina vanmetnu og gleymdu Prime Cut með hinum skelfilega vanmetna og gleymda harðjaxli Lee Marvin. Það var góð gritty ofbeldismynd. Spurning: fannstu Prime Cut á vídeóleigu? Hvar þá?

Re: Reykingar eru skárri en þeir segja!

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Er ég hugsa nánar út í það, þá hefur Clint Eastwood ekki reykt í bíómynd síðan hann gerði síðasta spaggettívestrann sinn, The Good, the Bad and the Ugly.

Re: Bilamyndir

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei eins og ég leiðrétti mig áðan þá var það William Friedkin sem gerði French Connection. Varðandi endurgerðina á the Italian Job þá skilst mér að hún sé í raun með öðru plotti fyrir utan rán í Ítalíu og Mini bíla (þessa nýju). Hún hefur í það minnsta fengið góða dóma, þrátt fyrir mannleysuna Marky Mark sem vissulega er veimiltíta og pissudúkka sem gæti ómögulega komist nálægt því að vera með tærnar þar sem Mihcael Caine var með hælana í margra kílómetra fjarlægð. Svo er Donald Sutherland...

Re: Bilamyndir

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Æj hvað er ég að rugla. Það var William Friedkin sem gerði French Connection.

Re: Bilamyndir

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ekki gleyma heldur að John Frankenheimer ber ábyrgð á frægasta bílaeltingarleikjatriði kvikmyndanna (ásamt kannske Bullit) en það var í myndinni the French Connection. Ég trúi ekki að enginn hafi minnst á hina fáránlegu en skemmtilegu the Italian Job með Michael Caine. Þar eru líka afar fræg atriði þar sem Mini Cooper kemur mjög mikið við sögu. Reyndar var þessi mynd einhver besta auglýsing fyrir bíl sem sögur fara af. Þess má geta að myndin er að hluta til endurgerð í ár og kemur væntanlega...

Re: SORI OG SPILLING Í ANDRÉSI ÖND

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Æj þetta eru nú ekkert nýjar hugmyndir og kemur ekki á óvart. Þetta er angi af umræðum þar sem heimur teiknimyndasagna er borinn saman við hinn raunverulega heim. Hef meira að segja heyrt sálfræðing blaðra í fullri alvöru um fjölskyldumynstur í Andabæ. Angi af þessum pælingum eru t.d. eilífar vangaveltur um hvort Tinni sé hommi eða þá að Svalur og Valur séu elskhugar osfrv.

Re: Bob Dylan

í Gullöldin fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég held meira að segja lesið að Dylan hafi gefið mannfred mann það og þeir hafi síðan frumflutt lagið. Ég hef bara heyrt svona “jam session” útgáfu Dylans af laginu.

Re: Bob Dylan

í Gullöldin fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ekki gleyma Clapton raggíútgáfunni af Knocking on heaven's door síðan man ég eftir annarri útgáfu sem kom fram um svipað leyti og Gun's and Roses útgáfan, man ekki hvaða band það var. Að auki voru laglínur úr laginu notaðar í lagi sem var voða vinsælt fyrir rúmu ári með einhverri Gabrielle.

Re: Bob Dylan

í Gullöldin fyrir 21 árum, 7 mánuðum
House of the rising sun er hvorki eftir Dylan eða Animals, reyndar gerði Nina Simone lagið frægt á undan Animals. Þetta er eldgamalt þjóðlag og höfundurinn er ókunnur. Lagið hefur verið til í ótal útgáfum og afbrigðum bandarísku þjóðlaga/blúsarfleifðinni í amk um 70 ár.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok