Mörg efni leysast vel í vatni. Þar má nefna sölt, lofttegundir og ýmis lífræn efni. Megnið af þeim efnahvörfum, sem sífellt verða í lifandi frumum og einu nafni kallast efnaskipti, fara fram á milli efna sem leyst eru í vatni, og raunar tekur vatnið virkan þátt í flestum. Nýrun samhæfa upptöku og losun vatns. Þegar mikið vatn losnar úr líkamanum, til dæmis með svita (í miklum hita eða áreynslu), með saur(í niðurgangi) eða við uppköst eða blóðmissi, minnkar þvagmagnið sem því svarar. Óhóflegt...