Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leikslok: Arsenal 5 - 3 Middlesbrough! (20 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Arsenal eru enn taplausir, eftir 42. deildarleiki og sigur núna í átta marka leik. og þvílíkur leikur! Fyrst einu yfir, svo tveimur undir og loks tveimur yfir eftir þrjú mörk á tíu mínútum og eitt á þeirri nítugustu! Tierry Henry kom Arsenal yfir á 25. mínútu með fallegri tíu metra vippu yfir markvörðinn og í mitt markið, eftir frábæra og mjög langa sendingu frá Reyes. Arsenal áttu þetta mark fyllilega skilið og hefðu í raun átt að vera komnir í 2 eða 3-0 þegar Job jafnaði óvænt fyrir M'boro...

Leikslok: Chelsea 1 - 0 Manchester United (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Chelsea báru sigurorð af Unitedmönnum í tilþrifalitlum og hreint út sagt leiðinlegum leik :/ Heimamenn eru komnir með nýjan stjóra, Jose Mourihno og nokkra nýja leikmenn, Didier Drogba þar á meðal, og virtust þeir eiga í smá örðugleikum með að finna hver annann í þessum leik. United voru ekki að spila vel heldur, fengu örfá færi og nýttu þau illa. Chelsea voru að vísu með þétta vörn og sóknarmennirnir komu oft aftur til að hjálpa til. Fyrstu 25 mínúturnar eða svo voru ekki sýndar á skjáeinum...

Leikslok: Tottenham 1 - 1 Liverpool (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú er fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar lokið og endaði hann með jafntefli. Bæði liðin eru komin með nýja þjálfara, Liverpool með Rafael Benitez og Tottenham með Jacques Santini. Liverpool voru sterkari í fyrri hálfleik og var Cissé mest áberandi í sókninni. Á endanum skilaði það sér og skoraði hann á 38. mínútu af stuttu færi og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar, ásamt Jermain Defoe, en hann jafnaði leikinn á 71. mínútu eftir jafnari seinni hálfleik. Eftir seinna markið...

Owen á förum frá Liverpool (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“Now it's for Real” Nú hefur Liverpool staðfest að Owen sé á förum frá Liverpool og til Real Madrid. Samingur þessa 24ra ára leikmanns átti að renna út í vor og þá hefði Owen getað farið frítt frá félaginu. Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, sagði Liverpool ekki hefðu getað komið í veg fyrir brottför Owen eftir að spænska stórliðið sýndi honum áhuga. “Ég var mjög sáttur með Michael og ég vildi halda honum,” sagði Benitez. “Gallinn var að hann átti einungis ár eftir af samningnum. Real...

Kent - Hagnesta Hill (17 álit)

í Músík almennt fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Fyrsta plötuumfjöllunin mín fjallar um þá plötu sem er hvað mest í spilun hjá mér þessa daganna. Ég rakst á hljómsveitina í svari við <a href="http://www.hugi.is/tonlist/greinar.php?grein_id=16351977“ target=”_blank“>Tónlistarkönnuninni</a> og ákvað að skoða málið nánar, þannig að ég náði mér í þennan disk. Ég sé ekki eftir því ;) Nafnið ”Hagnesta Hill“ er fengið úr heimabæ hljómsveitarinnar, Eskilstuna, en Hagnesta Hill heitir staðurinn sem þeir hittust alltaf á til að æfa saman. Þetta er...

EM - Fjórðungsúrlitaspá! (13 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eftir stórskemmtilegan leik Portúgala og Englendinga sem heimamenn unnu 8-7 eftir vítaspyrnukeppni er maður orðinn spenntur fyrir næstu þrjá leiki í fjórðungsúrslitunum. Það er alltaf erfitt að spá fyrir um leiki, margir þættir spila inn í sem ekki er hægt að vita fyrirfram, t.d. dagsform liðanna, sálfræðiþátturinn, þ.e. hvernig leikurinn spilast, hvort liðið skorar fyrst, o.s.fr. Þess vegna ber ekki að taka þessa spá of alvarlega, þetta er meira til gamans gert, en auðvitað reyni ég að...

EM - 4. dagur - Leikir dagsins! (3 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þýskaland <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/thy.gif“></img> 1 - 1 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/hol.gif"></img> Holland Leikurinn byrjaði frekar rólega, Hollendingar meira með boltann. Þjóðverjar skoruðu þó eftir hálftíma. Kom markið úr aukaspyrnu framarlega á vinstri vængnum. Boltinn beygði fram hjá öllum mönnunum og markverðinum, van der Sar, og beint inn við fjærstöngina. Hollendingum var brugðið en þegar nær dró leikslokum hertu þeir róðurinn og fóru sóknirnar að...

EM - England - Frakkland! (14 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
England <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/eng.gif“></img> 1 - 2 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/fra.gif"></img> Frakkland Þetta var SVAKALEGUR leikur! Hann fór ágætlega af stað, hratt tempó og bæði lið léku listir sínar en voru Frakkar þó líklegri til að skora fyrstir. Beckham sýndi þó fljótlega hvað í honum býr ;) Hann sendi langan bolta inn í vítateig úr aukaspyrnu sem Lampard skallaði fallega upp í vinkilinn. Eftir það varð leikurinn jafnari og England jafnvel sterkari...

EM - 1. dagur - Úrslit í A-riðli! (8 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Portúgal <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/por.gif“></img> 1 - 2 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/gri.gif"></img> Grikkland Nokkuð óvænt úrslit! Sjálfur spáði ég Portúgölunum sigri, heimavöllurinn og svona, en pressan og Gríska vörnin hefur greinilega farið með þá. Grikkir stóðu sig eins og hetjur og vörðust vel, þeir áttu sigurinn fyllilega skilinn að mínu mati. Christiano Ronaldo kom inná í seinni hálfleik og byrjaði á að brjóta á Grikkja í vitateig og var réttilega dæmd...

Leikjatafla EM! (5 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hér að neðan má sjá leikina í riðlakeppni EM, sem hefst þann 12. júní næstkomandi. Því miður virkar ekki að setja þessa töflu inn sem html hérna, þannig að ég gerði bara mynd úr þessu. Tímasetningarnar eru á íslenskum tíma. Fullt af spennandi leikjum, mann langar helst að horfa á þetta allt, þrjá tíma á dag :D Upplýsingar um fjórðungsúrslit, undanúrslit og úrslit verða settar inn um leið og fyrir liggur hvaða lið munu spila þá leiki. Upplýsingar fengnar af euro2004.com

Markaskorarar EM 2004 [myndir] (17 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Markaskorarar EM í sumar Michael Owen Sló í gegn með frábærri frammistöðu á HM '98, í viðræðum við Liverpool um nýjan samning. Thierry Henry Einn af bestu framherjunum í dag, varð langmarkahæstur í Ensku úrvalsdeildinni í vetur. Michael Ballack Þrátt fyrir að vera miðjumaður ætti markvörðurinn að passa sig á honum. Það er ekki tilviljun að Barcelona séu að reyna að kaupa hann frá Bayern Munchen. Christian Vieri Hefur spilað með ófáu toppliðinu í Evrópu. Með Inter eins og er og mun gegna...

Fréttamolar - EM 2004 (2 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þjálfari Frakklands mun þjálfa Tottenham í haust. Þetta kom ábyggilega mörgum á óvart, þar sem Englendingar eru í sama riðli og Frakkland og keppa við þá þann 13. júní. Silvestre og Lizarazu segja þetta ekki munu hafa áhrif á spil liðsins. Sven-Göran Eriksson, þjálfari Englands, tók í sama streng. Hann sagði að leikmennirnir væru of fagmannlegir til að láta það hafa áhrif á sig. England í vandræðum með miðjuna England notaði tígulmiðju [einn miðjumaður eilítið framar og annar aftar - tígull]...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok