Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Borð í skólum

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Að mínu mati er engin töfralausn fyrir allar stærðir og gerðir fólks, nema þá stillanleiki. Því miður er of mikið vesen að skrúfa alla fjóra borðfæturna marga hringi fyrir nokkra cm, í hverri einustu stofu sem maður fer í yfir þann dag, til að maður nenni að standa í því. Sjálfur er ég uþb 1,83 m. og þessi borð henta mér ágætlega, en það er augljóst að fólk sem er mikið hærra eða lægra en ég finnur fyrir óþægindum vegna þessa. Sum skrifstofufyrirtæki nota borð sem hækka og lækka má með...

Re: Verðbréfaleikir á netinu?

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Kaupþing var með svona leik hér um árið, finn þetta ekki hjá KB Banka.

Re: Samræmt próf í dönsku 2004

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mín mistök :S

Re: Hægribeygja á rauðu ljósi

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“ef þetta væri leyft myndu slysum fjölga, því menn láta bara vaða og pæla ekkert í aðstæðum eða bílunum í kring.” Heldur þú það nú virkilega? Að allir “láti bara vaða” á móti rauðu ljósi og pæli ekkert í neinu? Ökumenn gera það ekki á stöðvunarskyldu, af hverju ættu þeir þá skyndilega að byrja á því á móti rauðu ljósi? Ég held að þetta sé spurning um að treysta dómgreind fólks, þú færð ekki bílpróf nema þú keyrir sómasamlega og takir tillit til allra þátta í kringum þig. Að mínu mati er...

Re: Brjóstvöðvar

í Heilsa fyrir 20 árum, 6 mánuðum
MAX-OT ;)

Re: Fer O'Neill til liverpool??

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég vona svo sannarlega að manngarmurinn fjúki sem fyrst! Heyrst hefur að Liverpool hafi áhuga á Ranieri fyrir næsta tímabil, sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Stærðfræðin

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Er reglan ekki létt/erfitt/létt/erfitt? ;)

Re: Samræmt próf í dönsku 2004

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég kom auga á þónokkrar villur, reyni að rökstyðja leiðréttingarnar fyrir þig. 1) C - hann var í partíi úti með vinum sínum. 4) P - hann vaknaði við skotbardaga í sjónvarpinu. 9) S - man ekki nákvæmlega, alveg viss þó. 36) C - “tungubandið” var mögulega eilítið undir meðaltalinu. 47) G - hitinn var næstum óbærilegur og þau gátu varla haldið áfram. 48) N - kom ekkert fram um að börnin gætu ekki talað, hins vegar var álögunum aflétt þarna inni. 49) S - þau höfðu heyrt sögur af fólki sem fékk...

Re: Danskan

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta próf var ekki auðvelt miðað við t.d. 2002 prófið, mér gekk samt nokkuð vel held ég.

Re: Dönskusvör??

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
1 C 2 H 3 L 4 P 5 Æ 6 B 7 G 8 L 9 R 10 X 11 A 12 F 13 K 14 T 15 X 16 B 17 G 18 N 19 T 20 V 21 A 22 H 23 M 24 S 25 Æ 26 B 27 F 28 N 29 P 30 Þ 31 D 32 I 33 M 34 T 35 X 36 C 37 I 38 N 39 R 40 X 41 A 42 G 43 K 44 P 45 Æ 46 D 47 G 48 N 49 S 50 Æ 51 B 52 I 53 L 54 T 55 Æ 56 A 57 F 58 K 59 S 60 V Getur notað þetta til að bera saman, mín svör eru ekki endilega réttari en þín, hef ekki skoðað þetta nánar.

Re: Fjölmiðlafrumvarpið hefur áhrif á stuðningsmenn Chelsea!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ert þú einn af þeim sem bíður úti í horni og leiðréttir svo alla sem segja “ég vill”, því þú hefur ekkert annað að segja? Arnar er mjög góður þulur og þessi setning hljómaði ekkert illa þegar á útsendingu stóð. Sú staðreynd að þú sért að éta þetta upp eftir honum hérna á stjórnmál undirstrikar hversu neikvæður og óáhugaverður persónuleiki þú ert.

Re: Er ég vinstri eða hægri?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
<a href="http://www.politicalcompass.org/">http://www.politicalcompass.org/</a> Smá mistök ;)

Re: Er ég vinstri eða hægri?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú getur ekki ætlast til að einhver skrifi algjörlega hlutlausa stefnu um alla flokkana og stefnu þeirra, frekar myndi ég kynna mér málefni hvers flokks fyrir sig á þeirra heimasíðu til dæmis. <a href="http://www.digitalronin.f2s.com/politicalcompass/images/bothaxes">http://www.digitalronin.f2s.com/politicalcompass/images/bothaxes</a> Hérna getur þú tekið könnun sem endurspeglar stjórnmálastöðu þína á óvísindalegan hátt ;)

Re: Kraftwerk miðar

í Djammið fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Smá forvitni… seldust þeir?

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ætli þeir gefi þá ekki rétt fyrir bæði A og C í 26…

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Lokasvar: [A] ;)

Re: Mótmæli á Austurvelli í dag

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvernig haldið þið að fjölmiðlamarkaðurinn væri í dag ef þetta frumvarp hefði farið í gegn fyrir ári? Norðurljós, Fréttablaðið og DV hefðu ÖLL farið á hausinn. Hvað er þá eftir? Mogginn og RÚV, sem munu seint teljast óháðir fjölmiðlar. Svo er því haldið fram að frumvarpið sé sett til að tryggja fjölbreytni!

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Obbosí! Ég ætlaði ekki að spyrja hvenær “sem” gæti verið samtenging, heldur hvenær “með” gæti verið það! Var að hugsa um “með”, skrifaði einhverra hluta vegna “sem” í svarið mitt, sem leiddi til merkilegrar uppgötvunar; að “sem” sé ekki tfn. heldur st. :D Hvað spurninguna varðar sýnist mér einungis A koma til greina, að minnsta kosti þar til dæmi finnst þar sem “með” má nota sem samtengingu. Ef “með” er ekki til sem samtenging er möguleiki D útilokaður og þá þarf ekki að fella spurninguna...

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“Fyrir nokkrum árum töldu málfræðingar að til væri einn flokkur fornafna í viðbót, tilvísunarfornöfn (sem, er), en nú eru menn horfnir frá því og líta á þessi orð sem samtengingar. Í sumum erlendum málum (t.d. þýsku) beygjast þessi orð og þá eru þau óyggjandi fornöfn.” - http://www.ismennt.is/not/gsaem/BM/202-04-02leid.htm “Í grein Höskuldar Þráinssonar, Tilvísunarfornöfn?, veltir hann því fyrir sér hvort orðin sem og er séu í raun tilvísunarfornöfn eins og við höfum alltaf lært. Hann heldur...

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hafði ekki hugmynd um það, aldrei heyrt eitt orð um þetta! Ég útilokaði aðallega svarmöguleika D vegna þess að ég gat ekki fundið dæmi þess að “sem” væri notað sem samtenging neins staðar í íslensku máli! Það er gjörsamlega fáranlegt að láta nemendur fá úrelta bók og minnast ekki einu orði á svona risastóra staðreyndavillu í henni! Ef svarið við þessari spurningu er D eru þetta risastór og fáranleg mistök hjá kennaranum mínum!

Re: Samræmt próf í ensku - Svör

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Varðandi spurningu 41: “However, scientists have long since realized that difficulty with reading is usually not because of poor intelligence or lack of discipline.” Semsagt, gáfað fólk getur verið lesblint = A - “intelligent people may be dyslexic.” Kemur aldrei fram að það sé erfitt að greina hana, það hefur aldrei verið vanamálið, flest fólk kann það bara ekki. Ég held að svarið við þessari spurningu sé A.

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“sem” er tilvísunarfornafn í dæminu þínu. Ég held að “sem” geti aldrei verið samtenging neflilega.

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég bjóst ekki við neinum rétt/rangt spurningum, það hafa alltaf verið og munu alltaf vera vafaatriði á samræmdu prófi, eins og ég tók fram í greininni var ég mjög sáttur með þetta próf og taldi það ekki erfitt. “Hvernig þú fjallar um þessar vafasömu spurningar, þykir mér útúrsnúningur.” Hverju er ég að snúa út úr? Ég tel mig vera að ræða um spurningarnar, ekki snúa út úr þeim. “Hélstu að þeir væru að tala um eitthvað undirstrikað orð í öðrum texta annars staðar í prófinu? Hver heilvita maður...

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Fjalla ég um prófið “af þröngsýni og útúrsnúning”? Hvernig er hægt að fjalla um próf “af útúrsnúning”? “Í spurningu 16., eru þeir auðvitað að spyrja um orðið alltaf í almennu máli” Hvað veist þú um það? Samdir þú prófið? Það er spurt: “Undirstrikaða orðið Í ÞESSUM TEXTA” Ég vil benda þér á að svörin hafa ekki enn verið gerð opinber, þannig að þú getur ekki vitað svarið við þessari spurningu. Hættu að reyna að upphefja sjálfan þig með heimskulegum fullyrðingum út í bláinn. “þetta eru samræmd...

Re: Samræmt próf í íslensku

í Skóli fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Reyndar voru oftast fjórir möguleikar, en já, þetta próf var í léttari kantinum :) Samt ekkert fáranlega létt fannst mér, bara fínt próf, næstum alveg laust við tvíræðar spurningar og þess háttar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok